Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 64
Draumur prestsins.
Eftir Boga Bjarnason.
fÞýtt úr The Golden Book Magazine.)
Presturinn sat í lestrarstofunni. Hann hafði hörfað
þangað, þegar konan hans ’hafði gengið til náða að loknu
dagsverki.
Dagurinn hafði verið prestkonunni erfiður eins og
raunar allir sunnudagar. Endalaus gestagangur, sem hún
þurfti bæði að skemta og sjá fyrir beina, auk safn-
aðarmálanna, sem hún tók góðan þátt í. En 'þótt líkam-
inn væri lúinn, þá var sálin ánægð, og svæfillinn bauð
allra meina bót náttúrunnar.
En þessu var ekki að heilsa með prestinn. E'nhver
óljós kvíði lagðist yfir hann. Hann hafði flutt tvær
messur þenna dag, eins og vant var, fyrir næstum sömu
áheyrendum orðsins og þenna sunnudag árið áður, og
vandað ræðurnar sem bezt hann kunni. Hann fann að
textinn hafði verið vel valinn, og kenningin vel samin
og hugsuð út í æsar. Samt duldist honum ekki, að boð-
skapur hans fór fyrir ofan og neðan garð hjá öllum þorra
hjarðarinnar. Presturinn var í standandi vandræðum.
Meira að segja, sárgramur.
Ekki svo að skilja, að þessi tilfinning væri ný Sú
sannfæring hafði verið að þroskast hjá honum í nokkurn
tíma, að hann væri að missa af tökunum. Fólkið var
orðið kæruminna og tilfinningarlausara en nokkru sinni
áður. Það virtist koma á tilteknum tíma, sérhvern sunnu-
dag, aö eins sökum valds þess, er vaninn hélt því með,