Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 65
S A G A
185
og vegna þess aS þaö var siður alls heiðarlegs fólks.
Hann var alls ekki viss um nema sumir, aS minsta kosti,
grettu sig yfir því að þurfa að hlusta á hann, sem væri
þaS alt auniasti hégómi, en létti fyrir brjósti viS hvern
lofgerSarsöng. Á meSan hann vísaSi þessari hugsun á
bug sem óverSskuldaöri getgátu, gat presturinn samt ekki
alveg sýknaS sjálfan sig af allri sök í málinu, þó að
“efnishyggjuöldin” — hann hafði mætur á orðtækinu —
greiddi götu hans út úr öllum ógöngunum í þessu efni.
ÞaS var guSlaus öld !
Þessi röksemdaleiSsla vor honum huggun. Hverni'g
sem hann og hempubræSur hans reyndu aS hvetja fólkið
til iörunar og afturhvarfs, þá dugði ekkert. Einu sinni
í hverri viku fór hann upp á Sínaí, til að sækja því boö-
skap guðs. Og í hvert sinn, er hann kom ofan af fjall-
inu, fann hann fólkið falliS að fótum gullkálfsins, og
þaðan gat ekkert þokaS því. ÞaS sýndi honum virSingu
meSan hann las lögmáliS yfir því, en gekk svo aftur til
skurðgoSsins.
Gremja hans þverraði, þegar hugsanirnar hurfu til
baka aö seinasta sóknarnefndarfundinum. Ekkert gat
verið ákjósanlegra en það hugarfar hjarSarinnar, sem
þar lýsti sér til hirSisins og guSshússins. ÓbeSið höfSu
laun hans veriö hækkuS, og allar nauSsynlegar umbætur
á kirkjunni verið veittar fljótt og eftirtölulaust.
Hann handlék tangirnar, eftir aS hafa kveikt aftur í
pípunni sinni. — Hjörðin var ánægS meö hann. Hún
hafði lýst því yfir og sýnt það ótal sinnum i verkinu.
Út frá þessum hugsunum hné höfuð hans niSur á bring-
una.
Hann svaf.
Bækurnar og blööin hans böföu oröiS eftir á prédik-