Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 71
S AGA
391
2 GögbergsblöSum, 28 júni og 5. júlí 1928, og gleymdi
ritstjórn Lögbergs þeirri sjálfsögöu kurteisi, að senda
mér blöS þessi, þar sem greinin þó snerti mál mitt. En
eg var fjarri.
Grein M. S. er all-löng og fróöleg um margt, því M.
S. er meö fróöustu Vestur-lslendingum í sögum vorum
og kunni fyrrum Njálu mestmegnis utanbókar. En aö
eins Háfellingar einir og Oddaverjar í beinan karllegg,
sem hann er, leika slikar lærdómslistir, óskólagengnir.
Grein hans er aö vísu aö nokkru svaraö í grein minni um
miseldri Njálu og Þorsteins-sögu, án þess eg þá vissi um
grein M. S. En bæta skal eg hér viö nokkrum athugun-
um.
M. S. er mér samdóma í því, að til muni hafa verið
Brennu-Flosa-saga, sem höf. Njálu muni hafa notað.
Einnig segir hann,, sem rétt er, (aö sér sé grunur á) aö
höf. Njálu “halli jafnvel visvitandi réttu máli” sumstaðar
og færir M. S. góð rök að því að svo er. En svo skilur
skoðanir okkar stundum. Hann telur að eg, í ritgerð
minni um höfund Njálu og aldur hennar sé “nokkuð
fljótfær í ályktunum” (Lögb. 28. júni 3 bls. 5 dálkur).
Þetta er ekki rétt. Eg hafði þá og hefi ríðan rannsakað
mál þetta til þrautar, svo sem föng virðast framast á vera
um slíkt. Bg fullyrði hvergi að Njála sé rituð á Þing-
eyrarklaustri með tilstyrk Arngrims, en setti þar “kann-
ske” fyrir framan (“Saga” II. Árg. 1. bók, 19. bls.). En
eg fullyrti aftur (af meginþorra Njálu vísna með sam-
amburði þeirra við Guðmundardrápu Einars Gilssonar),
aö Einar Gilsson væri höfundur flestra Njáluvísna og
því líklega einnig Njálu sjálfrar. Grunar mig aö
vísu siðan, að Þormóður prestur Ólafsson (síðast
á Staðarbakka um 1360) hafi síðar skotið fleiri