Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 73
S A G A
193
at'sónar á Ballará, Hjörleifssonar, Gilssonar frá Laug-
um, Styrmissonar, Skeggjasonar í Skógum, Brandssonar,
—‘bendir á frændsemi Einars og Þormóðar. Nú átti
Bárður Hjcrleifsson Valgerði laundóttur Sighvats Sturlu-
sonar og Valgerður var því ekki skyld Kolbeini unga sem
sum önnur börn Sighvats voru. Ef einhver dóttir Bárð-
ar Hjörleifssonar og Valgerðar Sighvatsdóttur hefði t.
d. verið móðir Gils föður Einars, sem mjög er sennilegt,
jafnvel 'þó að líklegast þyki, að Gils faði.r Einars sé=
Gils prestur Pálsson frá Borg, Ketilssonar i Hítardal,
Eoptssonar á Borg, Pálssonar biskups,—þá stóð Einar
mæta vel í ætt til þess að hefna Sighvats ættföður síns og
Snorra á forfeðrum Kolbeins unga og Kolbeini sjálfum.
Svo vill vel til, að kona Eopts (Pálssonar biskups) var
einmitt Þorbjörg dóttir Gríms bónda í Elolti (d. 1219),
Jónssonar prests þar, Þorgeirssonar, beint af ætt Þorgeirs
Skorargeirs, frænda Njáls. Var ekki þetta góð hvöt fyr-
ir Einar að minnast Njáls frænda síns? Auk þess skýrir
þetta tilvitnan Njálu til Skógverja-ættar. Þeir voru
forfeður föðurmóður Einars, eftir því sem fyr segir.
Eíklega á Þormóður Ólafsson frændi Einars fleiri en
eina vísu í Njálu. En höfundur hennar er hann ekki
Til þess hafði Einar betri þekkingu á fornum lögum, þó
að hún væri dálitið skörðótt, sem ekki var hjá Snorra
Sturlusyni.
En nú kem eg að aðalefni greinar M. S., sem er, að
hann reynir að gera Snorra Sturluson að höfundi Njálu.
Til allrar hamingju fyrir Snorra og minningu hans sem
sagnaritara, er þetta alveg fráleitt, og óhugsanlegt að
sanna.
1. Stíll Snorra er alls ekki á Njálu, beri menn hana
vel saman við Heimskringlu Snorra, Gylfaginningu, og