Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 76
Í9|6 S A G A
skcggangssök “yfir höfði Jóni’’ (þ. e. Jónshöfði skírara:
Njála 142. k.) ?*
6. Snorri vissi vel þann sannleik, frá Kristnisögu
Ara og Styrmis fróða, að það var Rúnólfur Úlfsson, í
Dal, en hvorki Valgarður né Mörður Valgarðsson, sem
mest stóð gegn Kristniboðinu. Höf. Njálu veit það
ekki.
7. Snorri dó 1241. En Sturlunga er ekki rituð fyr
en allmörgum áratugum síðar. Hvernig gat þá Snorri
tekið Kolbein svarta, Járngrím og Þórðar-söguna Stein-
unnarsonar (sbr. Sögu 1926 II. 1. bók 18 bls.J úr Sturl-
unga-sögu og fært það inn í Njálu, jafnvel þó að hún
væri frá dögum Snorra, sem ekki er?
8. Snorri gat ekki þekt Hauksbók Landnámu, ritaða
eftir 1300. Einnig hefði hann hlotið að vita að Höskuld-
ur Þráinsson var KatanesgoSi en ekki Hvítanesgoði, og
eins, að Þorgerður móðir Höskulds hefir verið dóttir
Höskulds Dalakollssonar systir Haligerðar, en ekki
dóttir hennar (og GlúmsJ !), sem Hallgerður aldrei áttij.
9. Snorri Sturluson hefði varla farið að sækja Víga,
hund Ólafs Tryggvasonr, undir Sáms nafni í hendur
Ólafi og gefa hann Ólafi páa og Gunnari. Enda hefir
Vígi varla verið fæddur áður en Gunnar var veginn. En
Gunnar er veginn og Geir goði dauður fyrir 981 (Kristni-
saga, getur ekki Geirs).
10. Snorri Sturluson var manna ólíklegastur til þess
að þrífa til rógs Hildiríðarsona í Eglu, urn Þórólf Kveld-
*Um bókareið (hér um bil 1010: Njála 142 kap.; þó kannske
væri átt við ritningareið, er nokkuð vafasamt, þótt getið sé’-
hans I Grágás Ia 78, 79 ov.’ Furðu snemma hafa þá eiðar
‘at baugi” (baugeiðar) niður lagst. (Grágás ekki rituð fyr
en 1117 og síðar).