Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 86
206
S AGA
var geitin uppi á einu fjárhúsinu, þegar út var komið
um morguninn, feit og sælleg, og rættist þannig spá
Bjargar.
SÁ GEGNUM HiEILT
Eg er ekki fús á aS flíka dulrænum við'burSum úr
minni eigin lífsreynslu, og eigi heldur svo fús að fræða
a'ðra, sem láta aðra fræða mig. Eg ætla nú samt að
segja frá einum undarlegum atburði, er fyrir mig kom
heima á gamla landinu, þegar eg var óþroskaður ungl-
ingur.
ÁriS 1877 var eg hjá föður mínum, sem þá bjó i
Hlíð í Norðurárdal í Mýrasýslu á Islandi. Til heimilis
hjá föður minum var þá há-öldruð kona, er hét Guöný
Ásmundsdóttir. Það mun hafa verið um mið-þorra leyt-
ið, eina nótt, rétt fyrir dagrenning, að eg lá glaðvakandi
í rúminu og sneri mér upp að þiiinu, og var þá næstum
al-dimt í baðstofunni. Sé eg þá í gegn um vegginn, hvar
tveir menn ganga, og gekk annar á undan er hinn á eftir
og fóru all-hratt. Báðir báru langan broddstaf á öxlun-
um, og á stöfunum báru þeir poka eða pjönkur einhverj-
ar. Eg horfði undrandi á þetta um stund, en svo hvarf
sýnin skyndilega, og sá eg þá ekki annað en vegginn eins
og hann átti að sér að vera.
Gamla konan, sem áður er nefnd, var góö viS okkur
unglingana, og sagSi eg henni strax daginn eftir hvaö
fyrir mig haföi komiS og hvaS eg hefSi séS þá um nóttina.
Hún lét mig segja sér þetta oftar en einu sinni, þar sem
hún sat meS prjónana sína. Lét mig svo lýsa fyrir sér
hvernig menn þessir hefSu veriS útlits. AS endingu kvaSst
hún ekki vera viss um aS geta útskýrt fyrir mér hvaS
þetta hefSi veriS, sem fyrir mig hefSi borið í sýninni,
en liklegast þætti sér aS þaS hefSu veriö svipir dáinna