Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 87
S AGA
207
vermanna, sem hefSu orðið úti þar sunnan til á fjall-
veginum þá nokkru áSur á svæði, sem hún tiltók. ASra
sennilegri né líklegri skýringu hefi eg aldrei getaS á
þessu fengiS.
M. Ingimarsson.
HULDUÆRNAR.
Sögn Gróu Sveinsdðttur húsfreyju i Árnesi, 1927.
Sveinn hét maður, Kristjánsson bónda í Stóradal í
Húnavatnsþingi, Jónssonar. Kona hans hét HallgerSur
Magnúsdóttir ættuð úr Gullbringusýslu. Þau bjuggu að
Litladal. Dóttir þeirra er kona sú, sem segir sögu þá,
er hér greinir og hyggur hana gerst hafa um 1877.
Svo bar til í Litladal, sumar eitt á túnaslætti. að
smali fráfærnaánna varð þess var aS tvær ókunnar ær
voru komnar saman við heimilisærnar. Þetta var árla
dags. VeSri var svo háttað þann dag aö þoka var í fjöll-
um meS noröan-súld. — Rak nú smalinn ærnar heim til
mjalta og var þá öröugt aö hemja hinar ókunnu ær, er
hann fýsti aö vita, hver ætti. Tókst honum þó að hýsa
þær aö lokum með hinum. 1 því komu mjaltakonurnar,
og lögðu þau fjárhússhurðina 'þvert innan við dyrnar
svo bjart yrði í húsinu. Var nú fyrs't farið að athuga
ókunnu ærnar. Voru þær báðar drifhvítar, kollóttar og
spikfeitar. Þær voru ljónstyggar og létu ólmlega. Von
bráðar tókst þó að höndla þær og skoða mörkin. V-oru
báðar með sama marki: þrí-gagnbitið á báðum eyrum.—
Þær voru með fullum júgrum og einspena; var speninn
í miðju júgri á báðum. — Að ööru voru þær ekki ein-
kennilegar að útliti, nema stærri en kindur alment og
fallegri. Þegar smalinn og stúlkurnar voru búin !að
grandskoða ærnar, létu þau þær lausar. Biðu þær þá ekki