Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 91
Dýrasögur.
TRYGD SMALAHUNDSINS.
Þrettándi í jólum rann upp yfir Fljótin í SkagafirÖi,
dularfullur og drungalegur, veturinn 1899,. Útlitiö minti
á málsháttinn forna: “Dag sikal að kvöldi lofa.” Loftið
var þakið grárri þyknis bliku, og varð ekki greint skýja-
far. Léttur blær blés af austri, sem megnaði vart að gára
hafflötinn. Lognöldurnar liðu að ströndinni með ljúf-
um og laðandi söng, og sendu frá sér þungar stunur, þeg-
ar þær hnigu á föstu landi. Aðrar nýjar risu, og runnu
sama skeiðið. Það var eins og þær væru að sýna tákn-
mynd lífs og dauða.
Þennan morgun lagði bátur út af Hagnesvík í Fljót-
um, mannaður sjö mönnum. Var ferðinni heitið inn á
Hofsás í S'kagafirði í verzlunar erindum. Bátsverjar voru
þessir:
Eigandi bátsins og formaður fararinnar, Jón Þor-
steinsson bóndi í Efra-Haganesi, og hreppsnefndar-odd-
viti í Vestur-Fljóta hrepp. Vinnumaður hans, Jóhann að
nafni, vanalega kaljaður Grímseyjar Jói, því þaðan flutt-
ist hann vorið áður. Benedikt Stefánsson Neðra-Haga-
nesi. Vigfús Vigfússon, Berghyl. Sigvaldi Gunnlaugs-
son, Karlsstöðum, Þlorkell Ásgrímsson, Dæli og unglings-
piltur frá Neskoti í Flókadal, sem mig minnir að héti
Lárus. Hann var sonur Vorms Finnbogasonar, bróður
Lárusar Beck, sem dvelur á gamalmennaheimilinu Betel
á Gimli.
Litlu eftir dagmál, þennan umrædda morgun, skall á
norðaustan stórhríðar bylur. Var þó veðurhæðin skap-
leg, en hríðarmyrkrið liuldi alla útsýn. Sá bylur varð
bátnum að grandi, það bjargaðist enginn að landi. Varð
því dagurinn mörgum minnisstæður í Fljótum, þó sárastar