Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 93
S AGA
213
inn eftir kom seppi heim að Neskoti, var honum boSinn
matur, en hann fékst ekki til að líta við nokkurri fæðu,
hvaS sem fyrir hann var sett. RáfaSi hann út og inn
allan daginn og gaf sig ekkert aö þó vel væri að honum
látiö. Hvarf hann svo um kvöldiö, og var kominn á sömu
stöðvar við sjóinn næsta dag. Fóru þá að berast fregnir
af slysinu, og höfuðföt að reka upp i fjöruna, þar sem
seppi var fyrir. En ekkert likanna rak, svo vart yrði
við. Héldu menn að báturinn hefði farist þar framund-
an, og var getið til, að þeir hefðu orðið of grunt, og
grandað þeim brotsjór, en það var að eins tilgáta, því
enginn var sjónarvottur að slysinu, og þó gamli Ægir
liggi stundum hátt rómur, þá greinir hann ekki frá hvern-
ig hann tekur herfang sitt. En það er af seppa að segja,
að við sjóinn á þessum fyrnefnda stað, hélt hann til dag
og nótt á meðan lífið entist. Sat hann ýmist eða lá fram
á lappir sínar, og horfði með hrygðarsvip út á hafið, þar
sem vinurinn, sem hann var að syrgja blundaði vært í
blásölum Ránar. Hann þáði enga fæðu, og sinti engum
manni. Átti þá að taka hann með valdi, og bera hann
til bæja, en hann varði sig með grimd, og varð ekki
höndlaður. Mér er úr minni liðiö, hvað lengi hann hélt
þarna vörð. En einn morgun þegar fjármaðurinn kom
til húsanna, lá seppi dauður undir húsveggnum. Vinar
missirinn gekk honum svo nærri, að hann svelti sig í hel.
Björn Pétursson frá Sléttu.
PETE.
Þegar við bjuggum í Pine Valley-bygðinni, átti stjúp-
faðir minn brúnan hest, sem kallaður var Pete. Var Pete
farinn að eldast, er stjúpi minn fékk hann. Hafði stjúpi
minn keypti hestinn vestur í Dakota af þýzkum manni,