Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 94
214
S A G A
með því skilyröi, að vel væri fariö meö hestinn. Hafði
Pete verið uppáhald barna þess rnanns, og reiShestur
þeirra.
Pete var smár hestur, en vel þrekinn. og einna svip-
aðastur íslenzkum hestum, eftir þvi, sem mig minnir að
þeir væru. Á lit hefi eg aldrei séö jafn hrafnsvartan
hest og Pete. HáriS var langt og silki-mjúkt. Man eg
ekki eftir eins mjúku hári á hesti. ('Þegar stjúpi minn
eignaSist Pete, var hann orSinn fótaveikur og þjáSi sú
veiki hann mest á vorinj. Pete var heldur hægfara og
lundgóSur, svo aldrei gat heitiS, aS hann skifti skapi.
Engan hest hefi eg þekt eins þýSlyndan og Pete. Ef
maSur klóraSi honum eSa klappaSi, lagöi hann höfuSiS
á öxlina á manni og þrýsti snoppunni undir vanga manns.
Þegar maSur hætti að flírast viö hann, þá lagSist hann
meS meiri þunga á öxlina á manni og dró andann dvpra.
ViS þektum Pete ekki aS neinum hrekkjum, og þó
brá út af því einu sinni. ÞaS var aS vori til. Stjúpi
minn og hálfbróSir áttu sitt heimilisréttarland'iS hvor
þeirra. Var land stjúpa míns vestar og alt skógi vaxiS.
Þar bjuggum viS. En land bróSur míns var austur af
landi föSur hans, og var þaS alt engi. — Einu sinni aS
vorinu, voru hestarnir austur á enginu. ÞaS hafSi viljaS
svo til, aS þann dag hafSi nágranni okkar tapaS gripum
sinum og var aS leita aS þeim. Gekk hann yfir engi
bróSur míns og þar nálægt, sem hestarnir voru. Datt
honum þá í hug, aS ná Pete og létta sér meS því kúa-
leitina, aS ríSa klárnum. Vel gekk honum aS ná Pete,
og batt upp í hann einhvern spotta, sem hann hafSi í vasa
sínum, og hljóp svo á bak. En ekki var klárinn viljugur,
og draghaltur. Hélt maSurinn aS heltin væri bara upp-
gerS, og sló því i hann. Þá nam Pete staöar snögglega