Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 95
S A G A
215
og jós manninum af sér, og hentist maðurinn flatur niður
á forar-blautt engiS. Þegar maöurinn stóö upp, tók Pete
til fótanna, og hafði hann ekki meira af honum.
Þetta eru einu hrekkirnir, sem eg vissi til, aö Pete
sýndi af sér. B. S. GuSmundsson.
SANDY.
Einn af nágrönnum mínum átti skozkan hund. Hét
hann Sandy. Var þaö vitur hundur ,eins og hundar af
því kyni eru vanir aö vera. Mætti segja margar sögur
af hundi þessum, þótt eg geri þaö ekki í þetta sinn. Þaö
er að eins eitt af því, sem mér finst frásagnarvert af
Sandy, sem eg ætla aö segja í þetta sinn.
í fjölskyldu þeirri, sem Sandy átti heima hjá, voru
aö eins þrír: gömul hjón og dóttir þeirra. Var það fólk
skemtilegt heim að sækja, enda komu þangað margir.
Meðal annara, sem þangað komu oft, var ógiftur maður
úr nágrenninu. Hafði hann sérstaklega gaman af að
tala við gamla manninn.
Einu sinni sem oftar, kom maður þessi aö kvöldi til,
og lá þá heldur illa á heimasætunni. Haföi hún misskilið
tilgang mannsins með komum hans þangað, og fanst henni
að hann ætti að veita sér sjálfri meiri athygli. — Lítið
mun maöur þessi hafa svarað ungfrúnni, en kom þó
sjaldnar á það heimili, er stúlkan var heima.
Svo brá viö eftir þetta, að kæmi maður þessi á heim-
ilið og stúlkan væri heima, þá var Sandy fjarskalega
vinalegur við manninn. Kæmi maðurinn inn og settist
niður, þá kom Sandy strax til hans, lagði hausinn upp i
keltu hans, en hægri fótinn á kné hans. Reyndi hann til
að strjúka hendur mannsins með vöngunum, og gaf þá
frá sér einkennilega viðkvæmt og sorgblandiö hljóð, og