Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 100
220
SAG A
höfSu hljótt um sig og gengu á tánum heim að húsinu, svo
þeir fældu ekki selinn og brytu ekki töfralásinn, sem
honum hélt, og létu hann einan eftir aS njóta hljómanna.
Þeir þektu aS fornu fari, hve selum þykir gaman aS
hljómleikum, og elta stundum bát langar leiöir ef leikið
er á fiSlu eSa blístraS innanborðs.
Þegar hljómgjafinn var kominn af staö næstu nótt,
gengu dansendurnir á tánum ofan aö fjörunni og sáu sel-
inn hlustandi á sama kassanum. Hann varð vinur þeirra
og þeim kom öllum saman um a‘ö vernda þennan óboðna
gest þeirra úr hafinu miklu, frá öllum hættum.
Er stundir liðu, lærSi selurinn aS skoSa höfnina ó-
hultan staS, þótt þaS stríddi á móti náttúrugáfu hans, sem
álítur 'hafiS trygt en ströndina svikula. Hann vandi komur
sínar á höfnina á daginn, auSskiljanlega af löngun til aS
hlýSa á hljómöldurnar frá húsinu, sem töfrana geymdu
og sem stóS beint fyrir ofan höfnina. Nokkrir drengir
ireyndu aS kasta í hann steinum, en þeir voru fljótlega
af því vandir, því öllum kom saman um aS einsamli á-
heyrandinn skyldi óáreittur vera og full griS hafa.
En—vei, miskunnsemi mannanna! Vei. hverri viltri
skepnu, er manninum treystir. MeS morSaugu í höfSi,
steinhjarta í brjósti og slægS djöfulsins, hefir maSurinn
mvrt dýr jarSarinnar. Einn af þeim mörgu mönnum, sem
aldrei mega svo vilta skepnu sjá, aS þeir ekki fyllist víga-
móði af aS sjá hana dauSa hníga, varS selnum aS bana.
Sá dagur kom, þegar vinir selsins gengu ofan aS höfn-
inni, aS þeir sáu aS hann lá flatur og dauSa seldur þar á
kassanum sínum.
Einhver mannfýla hafSi gripiS byssu sina og skotiS
varnarlausa, söngelska selinn, er hafSi lært aS treysta
mönnunum og njóta yndis af hljómum þeirra.