Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 104
224
SAGA
arpott þeirrar góðu húsmóður haföi Buffalmacco laum-aö
hnefafylli af salti á hverju kvöldi, gegnum rifu á veggn-
um, svo dag eftir dag spýtti Ikembarinn grautnum út úr
sér en baröi konuna.
Hann sá Simon de Villa, Bolognese læknirinn, sem
þektist svo vel af læknishúfunni sinni. Þann sama og
hann haföi útatað í forargryfjunni við nunnuklaustrið í
Ripoli. Ræknirinn eyðilagði bezta floskjólinn sinn, en
enginn kenndi í brjóst um hann, því þótt hann væri kvænt-
ur góðri konu, einfaldri raunar, en því betur kristnri,
haföi hann viljað komast í sængina hjá töfrakind nokk-
urri.*) Buffalmacco 'hafði talið lækninum trú um að hann
gæti tekið hann með sér næturlangt á galdra'fólks-
hátíðina, sem hann sagðist sjálfur sækja í fjörugum fé-
lagsskap, til að njóta ástar Frakklands-drotningar, er gaf
honum kryddað vín fyrir hreysti hans og dugnað. Símon
þáði tilboðið og vonaðist eftir að eiga hinu sama að mæta.
Buffalmacco hafði þá klætt sig í dýrsMeld og sett á sig
grímu með hornum eins og þeir eru í, sem sækja veislu-
gleðina, fór til Símonar læknis og sagðist vera ári, sem
ætti að vísa honum veginn til hátíðahaldsins. Tók hann
Símon upp á bak sér og bar hann að gryfju fullri af for
og steypti honum beint á höfuðið ofan í hana#
Næst sá Buffalmacco Calendrino, sem hann hafði
komið til að trúa að steinninn Heliotropia findist á
Mugnone-sléttunum, en steinninn hafði þá náttúru, að
hver, sem hafði hann á sér varð ósýnilegur. Buffalmacco
tók Calendrino með sér, ásamt Bruno di Giovanni, til
Mugnone, og þegar Calendrino var búinn að tína upp
fjölda steina, þóttist Buffalmacco alt í einu ekki geta séð
*)Prester John’s Chinchimura, sem er með horn á milli hinna
syndugu þjðhnappa.