Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 107
Það sem á vantaði.
(Gamal-sönn saga orðum aukin. Þ. Þ. ~í>.)
Presturinn var svo andríkt sálmaskáld, aS enginn gat
vers hans óklökkvandi lesið, og röddin skalf í þeim, sem
sungu þau.
Biskupinn, sem var skólabróðir hans og vinur í öllu
góðu, sá hve dýrmætan fjársjóð kirkjan og kristnin átti
í hjarta þessa undirmanns síns, og ásetti sér að láta ekki
mölu og ryð syndarinnar eyða honum né spilla.
Sá ljóður var á ráði prestsins að hann fór á syngj-
andi fyllirí nokkrum sinnum á ári. Þessi breiskleiki
hans var engum dulinn, né heldur sá ljóti en syndlitli
ávani, að hrúga svo miklu neftóbaki upp í nasirnar, að
helmingurinn tyldi ekki uppi í þeim, en hryndi ofan á
prestskrúðann í kirkjunni á sunnudögum en stássaði sig
alla jafnan eins og hesthúshaugur fyrir framan nefdyrn-
ar hina sex daga vikunnar.
En þetta, þó nóg væri, var ekki alt. Það lá sterkur
grunur á honum að hann ætti vingott við bráðgáfaða og
fjöruga stúlku þar í sókninni, og hefði fleira saman við
hana að sælda en prestlegt þótti. En þetta var samt ekki
eins opinbert og brennivínið og tóbakið, en þess fleiri
felustaði á sögulburðurinn, sem meira er myrkrið í kring
um hann.
Biskup frétti orðróminn. Þíeir frétta æfinlega alt,
þessir æðstu menn. Þeir eru eins og höfuð'borgir, sem
síminn liggur að á alla vegu.
Biskupinn kom að máli við landshöfðingjann, um það
hvaða laun væru hæfileg fyrir trúarskáldið. Og hann
kom einnig að máli við landlæknirinn, um hvaða ráð