Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 108
228
SAG A
myndi tilhlýöilegt og affærasælast til að losa prestinn
viS stelpuna, brenniviniS og neftóbakið, sem spilti fyrir
honum og kirkjunni.
Biskupi og landshöfSingja kom saman um aö sæma
skáldiö veraldlegum heiöuirskrossi, 'til: minningar um
bætandi áhrif hans á landslýðinn, gullbúnum göngustaf
til aö styöjast viö, þegar hált yrði á heimsins brautum,
guil-úr, sem minti hann á eilífðina, og biblíuna bundna í
gullspjöld, 'sem vera átti uppspretta yrkisefna hans.
Landlæknirinn lofaðist til aö losa prestinn viö brenni-
vinið og tóbakið, en aftók aö skifta sér af stelpunni, svo
þaö varö úr að biskupinn tók hana til sín og bjó til úr
henni vinnukonu. En landlæknirinn flutti prestinn í
brennisteinsbaðstað og lét hann liggja í brennheitum
böðum unz allur vínandi og tóbakseitur, var með öllu
horfið úr líkamanum, vatnið orðið kolmórautt en hann
sjálfur snjó'hvítur og löngun hans í þær lystisemdir farin
með öllu, en hann orðinn eins og nýsleginn túskildingur.
Biskup taldi víst, aö eftir þessar umbætur á klerkin-
um og líferni hans, myndi skáldgáfa hans leita nýs flugs.
En svo liðu þrjú ár, að ekki birtist einn einasti sálmur
eftir prestinn. Hann var oröinn grandvar í líferni sínu,
æstur bindindisfrömuður og réyndi að fá alla til aö hætta
við tóbak. Hann las í gullspjalda-bihlíunni sinni á hverj-
um degi. Bar heiðurskrossinn á mannamótum. Hafði
gullúrið í vestisvasanum á daginn, en lagði þaö undir
koddann á nóttunni. Og hann gekk við gullbúna staf-
inn sinn hvert sem hann fór.
Biskupinn skrifaði honum langt bréf, og spurði hann
hví ekikert sæist lengur eftir hann af hinum dýrðlegu
iðrunar- og bænheitu sálmum, sem snortið hefðu hjörtu
þjóðarinnar svo djúpt, að helzt mætti telja þá ómissandi