Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 109
S AGA
229
fyrir trúarlífiS í landinu. Hann baö prestinn að senda
sér sýnishorn af því, sem hann teldi víst aS hann hefði
ort síðan hann varS hinn mikli hreinlífismaður, sem allir
virtu, og sem biskup kvaðst álíta aö myndi taka öllu fram,
sem hann heföi áöur ort, þegar hann var syndinni seldur.
Presturinn svaraöi bréfinu, og sendi biskupi nokkra
sálma, sem biskup hristi höfuSiS yfir. Þeir voru raunar
ekki annaS en bindindisljóö, skammavísur um tóbak
og þakkarlofgerö fyrir að hann væri orðinn betri en
aörir menn. “Alt gott til síns brúks, en ómögulegt fyrir
sálma,” eins -og biskupinn oröaöi þaS.
“Þessi andskoti dugar ekki,” sagöi hann upp úr ein!s
manns hljóði. Og þaö var í fyrsta skifti sem hann talaði
svo stórt síðan hann varö íbiskup.
Hann lét kalla fyrir sig vinnukonuna, sem presturinn
hafði þekt og Guörún hét, en lét þó frúna sína vita um
þaö áSur til að fyrirbyggja allan misskilning.
“Þér þektuð sóknarprestinn ySar vel, GuSrún.—Mjög
vel ?”
“Já, herra biskup. Þaö má víst kalla þaö svo.”
“Vissuð þér þá undir hvaöa innblástri og áhrifum
hann orti sína hjartnæmu og iðrunarfullu trúarsálma?”
“Já. Hann orti þá víst flesta þegar hann var risinn
úr rotinu eftir ofnautn áfengisins. Þá leið honum svo
undur illa. Og hann sagSi mér þaö sjálfur, aö þá yröu
andvörp sín aö brennandi ljóðbænum til hins æðsta, aS
frelsa sig frá freistingunum.”
“Er þetta alt, sem þér vitið ?” spuröi biskup.
“Svo þegar honum fór aö líða betur, og hann fór aö
geta tekiö mikiS í nefiö aftur, þá sagðist hann finna
friðinn streyma um sig, og þá orti hann þakklætissálm-
ana,” svaraði hún.