Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 111
EKKI MÁ NÚ MIKIÐ
pað þarf ekki mikið til að slita trúlofunarböndin hérna
í Winnipeg nú á dögum.
Gunni keypti elskunni sinni, henni Gunnu, 5 dala skó
í jólagjöf. Hann þekti skósalann og bað hann að láta miða
á annan skóinn, sem sýndi að þeir hefðu kostað 10 dali,
því honum fanst það saklaus hrekkur, en líta svo miklu
myndarlegar út. Skósalinn gerði þetta fúslega.
Pótt dimt sé um jólin, þóttist Gunna sjá að þetta væru
ekki 10 dala skór, og hélt að þeir hefðu “snuðað” Gunna
sinn i skóbúðinni. Hún fór með þá aftur í búðina og skil-
aði þeim, en keypti sér í þess stað ágæta 8 dala skó og
lieimtaði 2 dali í peningum til baka, sem hún líka fékk.
Nú var Gunna kát, en Gunni bölvaði, þegar hann fékk
5 dala reikning frá skósalanum. “Sú verður mér einhvern
tima ofurefli,” hugsaði hann með sér og sagði henni bara
ískalt upp á nýársdansinum.
HANN KANNAÐIST VIÐ HANA.
“En eg þekki yður ekki, kona góð,” mælti gjaldkerinn
við konu, sem bað um að fá útborgaða banka-ávísun, er
hún hafði komið með.
Konan, í stað þess að svara með rembingi: “Eg óska
ei heldur eftir að kynnast yður, herra,” brosti svona heldur
kuldalega framan í hann og sagöi.
“O-jú, jú. Pað gerið þér nú reyndar. pað þarf engann
tii að segja yður hver eg er. Eg er “rauðhöfðaða konan” í
ræsta húsi við yður, sem á “púka-strákana,” sem alt af
oru að hlaupa yfir garðinn yðar. pér verðið að ganga um
þakdyrnar þegar forstofan er þvegin. pegar þér fóruð af
stað í morgun, sagði konan við yður: ‘Ef þú ætlast til að