Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 112
232
SAG A
fá. eitthvaö ætt að eta, Henry, þegar þú kemur heim í kvöld,
þíi verðurðu að láta mig hafa peninga.’”
“Hérna eru peningarnir yðar,” tók gjaldkerinn fram í
fyrir henni veiklulega; og ýtti til hennar seðlunum út um
grindagatið, og heyrði hláturinn sjðða niðri í áheyrendun-
um.
SAMA HVORT VAR.
Embœttismaðurinn: “Yðar velæruverðugheit! Bánn-
settur bol-hvolpurinn hefir tuggið upp alla bibliuna.”
Dómarinn: Ja, þá er bezt þér látið fangann kyssa
hvolpinn. Við getum ekki beðið heila viku eftir nýrri bib-
líu.”
EKKI LENGI AÐ LlÐA.
“Hvernig líður konunni þinni?”
“Ja, satt bezt aö segja, þá veit eg litið um hana. Hún
er í svo mörgum félögum, að það er bara ein klukkustund
úr hverjum degi, sem eg sé hana.”
“Vesalings karlinn! ”
“ó, ein kluklcustund er ekki lengi að líða.”
Dr. Robert Bridges, hirðskáld Georgs Bretakonungs, hef-
ir sig lítt I frammi og kærir sig smátt um auglýsingar á
sjálfum sér.
Á ferð sinni I New York nýlega sátu fréttasmalar stðr-
blaðanna fyrir honum og ætluðu að gleypa hann með húð
hári, en hann varöist allra frétta, komst frá þeim ðmeiddur
og þakkaði slnum sæla fyrir lausnina.
Morguninn eftir þegar hann leit á framsíðu eins dag-
blaðsins, sá hann fyrirsögn eina með feitu letri svo hljðð-
andi:
“Kanarifuglinn hans Georgs konungs kvakar ekki.”
Konan: Fjandans nábúinn senti steini inn um glugg-
ann þegar eg var að spila eitt af nýjustu lögunum á ptanðið.
Bóndinn: ó, heimskinginn! Nú heyrir hann helmingi
betur til þin.