Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 114
234
SAGA
BÆNARBRÉF.
Elskulegi
Austangus!
Austur flyttu hann Vestanbus,
svo verði ei sá voða-dus
voru nafni dóna-kus.
Óskar þess með ekkert sus
Abalagassi
Vfnlandus.
GÁFUÐ UNGFRÚ.
“Kæra Adda! Elskar þú mig?”
“Ó-a-æ, Fiddi!”
“Er þa'ö ekki satt, Adda? Bara pinu lítið?”
“J-u-ú, Fiddi.”
“Og ef eg kvæntist þér, þá léti faðir þinn okkur i té sér-
staka íbúð?"
“Já, Fiddi.”
“Og mamma þín kæmi ekki til okkar nema þegar eg
Liði henni að heimsækja okkur?”
“pað myndi hún ekki gera, Fiddi.”
“Og hræður þínir og systur ekki heldur?"
“Auðvitað ekki, Fiddi.”
“Og faðir þinn myndi borga skuldir mínar?”
“Áreiðanlega, Fiddi.”
“Og láta þig hafa mikinn heimanmund?
“Já, Fiddi.”
“Elsku Adda! Viltu giftast mér?”
“Nei, Fiddi! ”
Nizkasti maður í heimi, er greftrunarstjórinn álitinn,
sem smurði sjálfan sig rétt áður en hann gaf upp öndina,
svo keppinautur hans makaði ekki á sér krðkinn.
pegar Belshazzar sá letrið á veggnum datt honum fyrst
i hug: Sannarlega er þetta bending frá konunni að hún
vilji fá nýtt veggfóður í herbergið að tarna!