Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 116
23G
S A G A
BINS OG PABBI.
Eignasali einn lagði það í vana sinn að segja sögur
heima hjá sér af hinum miklu kaupum og sölum, sem hann
gerði á skrifstofunni. Námu upphæðirnar í munni hans
tugum og hundruðum þúsunda. Kvöld eitt kom ellefu ára
gamall drengur, sem hann átti, til hans og sagði:
“Jæja pabbi, eg er búinn að selja hundinn.”
“Seldirðu hundinn?”
“Jamm!
“Hvað fekstu fyrir hann?”
“Tiu þúsund dali.”
“Tíu þúsund dali! Hvað segirðu? Hvar eru pening-
arnir?
“Bg fékk enga peninga, pabbi. Eg fékk tvo fimm þúsund
dala ketti fyrir hann.”
EKKI MIKIL HÆTTA.
Dóttirin: “Mér er ómögulegt að giftast honum, mamma
Hann er trúleysingi, og trúir ekki einu sinni að það sé til
helvíti.”
Móðirin: “Kærðu þig kollótta, Rúna. Gifstu honum
bara, og okkur tekst í sameiningu að sanna honum að það
sé til”
MEIRI VANDINN.
fíóndinn: “Nú er eg búinn að kaupa eldsábyrgð á hvert
hús á landinu mínu, og haglábyrgð á uppskeruna.”
Vmurinn: “Ja, eg get nú skilið eldsábyrgðina, en hvern-
ig ferðu að því að láta hagla?”
1 REYKJAVÍK.
“Sástu þig f Speglinum í dag?”
“Já. Hann er andskotans spé-Spegill!
Káinn Tcvað:
Rað mér helgar herma skrár:
Heim með burði lasna,
fátækur og fðtasár
frelsarinn riði asna.