Saga: missirisrit - 01.12.1928, Page 122
240
SAG A
Á næstu mínútu sat hann viö hlið hennar, og öll hin
mikla og margra ára aödáuti hans á Helen Lyle, sem hann
haföi innibyrgt, brauzt nú fram i straumi ljúfustu ástar-
oröa, sem eyru ungu stúlkunnar hlustuöu hugfangin á.
Og þaö kom upp úr kafinu, aö Helen haföi engu síöur
unnað Jósef, en hann henni, alt frá fyrstu æskuárum, og
haföi ákveöiö aö giftast engum nema honum. Og þegar
hún hafði frétt að hann væri í þann veginn aö kvænast
Elízabetu Bell, þá hafði hún sýnt honum vinskap sinn
með þvi aö fara ley.nilega til Svarts, Brúns og þeirra
félaga, og lagt inn fimm þúsund sterlingspund hjá þeim,
sem eign Jósefs Morris, með þeim skilyrðum að hann
yrði tekinn í félag þeirra þegar hann kvongaðist.
Alt þetta vitnaðist, af því satt var sagt á báðar hliðar.
Og það birtist þeim eins og sólrík dagrenning, eftir myrka
og kalda nótt, að það var sannsöglin, sem, þrátt fyrir alt,
hafði fært Jósef Morris hamingju sína að lokum.
“Guð blessi sannleikann! Eengi lifi sannleikurinn!
Hann kom mér í ljótar klípur fyrst, en hefir samt komið
mér dásamlega úr þeim. Og héðan í frá skal eg sann-
leikann tala, og ekkert nema sannleikann, eins lengi og
eg lifi!” hrópaði Jósef vonglaður, þegar hann seint um
kvöldið kvaddi Helen Lyle með bros á vörum, og þaut
inn í vagn, sem hélt inn í borgina.
VII. RANNSÓKNIN.
Jósef Morris var rétt stíginn út úr vagninum, með geisl-
andi andlitið af gleði, þegar sagt var við hann í rödd,
sem hann kannaðist mjög vel við: “Ó, þarna kemur hann
þá loksins, veslings, blessaður drengurinn. Guði sé lof
að við höfum þó lok&ins getað fundið hann ! En ham-
ingjan sanna! Mikið voða er hann villingslegur! Bara