Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 133
Hálf tylft af mönnutn og konum gáfu sig fram, og
töluöu öll í einu.
“Einn í einu! einn í einu, blessaöir, blessaöir veriö
þiö! Þú talar fyrst, frú Morris, og gerir svo vel og
segir okkur hverju þú tókst eftir í fasi bróöursonar þíns,
þegar þú sást hann fyrst í morgun,” rnælti Cotton læknir.
“Já, læknir! Þegar hann kom niöur í herbergið þar
sem við borðum morgunveröinn, sem er rétt hérna við hlið-
ina á þessari stofu, eins og þú veizt, tók eg strax eftir
því> að hann var eitthvað skelfilega skrítinn yfir augun,
og hann sagðist vera undarlegur í höfðinu.”
“Nú—og hvað svo?”
“Ja—þá alt í einu brýzt fram vonskan í honum, eins
og skrattinn úr sauðarleggnum, og hann segir að sér
standi á sama, þó við Jón værum bæði steindauð á mínút-
unni, og gerði okkur bæði svo voðalega hrædd, og stökk
síðan eins og eklibrandur út úr húsinu,” sagði frú Morris.
sem hafði ekki hugmynd um hve liðugt hún krítaði frá-
sögnina og spéspeglaði hina sönnu mynd hennar.
“Voðinn sjálfur ! Og þú sást lika, herra Morris, hve
undarlegur hann var ?” spurði læknirinn og sneri máli
sínu til Jóns gamla.
“Já, en þá grunaði mig ekki að aumingja drengurinn
væri að missa vitið, ,svo eg sagði í bræði minni að eg
ætlaði ekki að skilja honurn eftir mig einn einasta skild-
ing!”
“Og þó hefðirðu nú mátt vita það, Jón, því hann hefir
al-drei látið svona áður, og áris hans á okkur var alveg að
ástæðulausu,” sagði gamla Molly.
“Satt var orðið! Heilagur sánnleikur!” stundi aum-
ingja Jón gamli.