Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 134
246 S A G A
“Næstur er herra Svartur, ef hann vildi svo vel gera
og segja okkur—’’
“Ef þér vild'uö vera svo vænn, herra, og gera svo vel,
þá á eg nú að vera spurö næst, þvi eg veit ekki betur en
eg væri sú fyrsta sem sá Jósef Morris, eftir að hann skildi
við föðurbróöur sinn.’’
“Og hver ert þú nú, kona góð ?” spurði læknirinn.
“Eg er ungfrú Robinson, og þar sem eg fór ofan í
borgina í kvöld til að hlýða á herra Sturgeon, þá heyrði
eg um hvað stóð til hérna í húsinu, og hugsaði mér að
koma við og gefa vitnisburðinn minn.”
“Og hvað véizt þú uni þetta, frú—frú—”
“Ungfrú og Robinson, herra. Það er initt nafn.—Ung-
frú Robinson.”
“Nú—og hvað geturðu svo sagt okkur um framkomu
herra Morris í dag, ungfrú Robinson?”
“Nú—eg mætti honum þegar eg var að koma út frá
Svarti og þeirn félögum, en hann var að fara inn. Og
hann var fjarskan allan skrítinn.”
“Á hvaða hátt, ungfrú Robinson ?”
“Ó,—lifandi skelfing, herra.”
“Að hverju leyti?”
“Nú—annars heims fádæmi, herra.”
“Þú verður að vera ákveðnari, ungfrú Robinson.
Segðu okkur hvað hann sagði og gerði.
“Nú—fyrst rann hann á mig, herra, af öllu afli, beint
framan á brjóstið mitt, sem eg hefði nú ekkert skift mér
af ef ekki hefði komið verra á eftir.”
“Hvað svo meira?”
“Hann talaði tómar öfgar og vitleysu. Hann sagði
að hatturinn minn væri of unglegur fyrir svona gamla
konu og of léttur fyrir svona þunga konu og of fínn fyrir