Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 141
S A G A
249
“Nú, það var nú si-svona, herra, aö eg stóö fyrir
framan búö þeirra Svarts, og 'beiö þar til að opna vagn-
dyr fyrir einn pening,*J þegar þessi urigi maöitr kemur
alt í einu út úr búöinni eins og kólfi væri skotið, rétt eins
og andinn sjálfur væri á hælunum á honum. Og hann
horföi út og suöur eftir götunni og var svo tryllingslegur,
eins og hann væri af tröllum æröur. Og þá segir hann:
‘Hvað á eg að gera?’ En þá var eg svo djarfur að gera
þá uppástungu, að það myndi vera réttast af honúm að
gefa fátækum manni einn pening. En hann sagðist ekki
sjá það, og vera líka fátækur maður. Og eg ætti þetta
svo sem skilið, og all-s konar vitleysu, sem hatin sagði,
sem ekkert kom því við ,er eg spurði hann að. Og svo
fór hann að klaga og kvarta, herra, og aumkaði sig mest
fyrir að eiga ekki konu og finitán smá-börn, mest rnegnis
tvíbura, sérstaklega þau þrjú síðustu, sem hágöfugur
herrann veit, að engan rnann mundi langa til að eiga, væri
hann ekki alveg galinn, og sem er ómögulegt að þessi
ungi maður gæti átt, þó hann hefði kvænst tíu ára.”
“Ja-jæja. Hugsum ekki um það. Hvað skeði svo
næst ?”
“Nú, hann fleygði í mig heilli krónu og þaut svo
burtu. Svo sá eg hann ekki fyrri en við vagnstöðina,
band-óðan, og var þá beðinn að hjálpa til að hafa hentil
á honunt. Eiiis og það gekk nú ! Eg skal aldrei oftar
hjálpa til að taka mann fastan. Eg er bitinn í tólf stöð-
um, að minsta kosti. Sjáið þið bara hérna og þarna, og
þarna og hérna!” sagði umrenningurinn, og sýndi fólk-
inu sárin, sem hann hafði hlotið í bardaganum.
“Ofboðslegt! Hræmulega hryllilegt!”
)A penny.