Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 143
S AGA
251
“Segöu mér, góöa, hvað hann geröi og sagöi?”
^ “Hann ygldi sig framan í mig og glápti á mig voða-
lega—nóg til að gera mig vitlausa af hræðslu—og sagði
eg væri hræðileg og réttnefnd djöfull.”
Þannig fór Lizzy að því að þýða meinlausu og sönnu
orðin, “aö hún væri hvorki himnesk fegurð né engill.”
Til allrar hamingju var hún ekki undir eiði.
“Hvað 'svo meira, góða mín?”
“Ó, ýmislegt i þessa átt. En eg vildi helzt ekki þurfa
að svara meiru, 'það var svo skelfilegt! Ég var næstum
dauð úr hræðslu ! Og nú vonast eg eftir að enginn ætlist
til að eg haldi trúlofuninni áfram og fari að giftast vit-
firringi, því það er mér ómögulegt,” .snökti Lizzy.
“Auðvitað ekki, barnið mitt! Að minsta kosti ekki nú
sem stendur,” svaraði læknirinn góðviljaður, 'sem var of
hrifinn að ungæðis fegurð hennar til að aðgæta hve harö-
brjósta hún var.
“Nei, hvorki nú né seinna! Eg vil að allir skilji það
fullkomlega, því eg álít, að> þegar trúlofun er slitið, sér-
staklega þegar vitfirringur á í hlut, þá fari bezt á því að
hún sé ekki endurnýjuð,” mælti Lizzy af mikilli eigin-
girni og varkárni.
“Já, blessuð, góða. Það skal verða alveg eins og þú
vilt. Vesalingurinn! Hún er orðin svo hrædd og rnædd
af þessu öllu saman, aö hún veit ekkert hvað hún segir,”
^ . sagði gamla frú Molly, setn leiddi hana burt með sér.
“Já, en eg veit nú samt livað eg er að tala um, og vil
að allir viðstaddir skilji það að trúlofunin er rofin um
m aldur og æfi,” mælti Lizzy og lét sig ekki.
“Nú jæja-jæja þá, góða mín. Við tölum betur um
það seinna, þegar þú ert með .sjálfri þér,” svaraði frú