Saga: missirisrit - 01.12.1928, Side 144
252 S A G A
Molly, sem ekki gat komið auga á hina rnkilu eigingirni
ungu stúlkunnar.
“Og nú, herra minn, hefirðu heyrt alt, sem við vitum,
og livað heldurðu?” sagði Jón gamli við læknirinn.
“Hann virðist vera rólegri ,núna. Ætli okkur væri ekki
óhætt að lofa honum að vera hjá okkur í nótt? Eg get
varla fengið af mér að senda hann 'burtu í nótt.”
“Eg er hræddur um,” svaraði læknirinn, “að sú kyrð
stafi að eins frá líkamlegri og andlegri þreytu. Eg ótt-
ast, að þegar hann safnar kröftum, þá brjótist ofsi hans
út aftur.”
“Já, já, læknir, auðvitað gerir hann það. Eg veit dá-
lítið sjálf um brjálsemina, þvi það eru ekki svo fáir ungu
mennirnir, sem, orðið hafa súrrandi vitlaivsir og brjálaðir
út úr mér. Treystu honum ekki, Jón minn. Hann er bara
svona til að blekkja þig. Brjálaðir menn eru lifandi
skelfing lúmskir. Hann getur slitið af sér böndin, rotað
ykkur öll og kveikt í húsinu,” sagði ungfrú Robinson, sem
ekki vildi heyra að bandingjanum væri vægt.
“Ó, Jón tninn, það gæti hann gert! og endað svo með
því að steypa sér í ána, blessaður auminginn! Það er
ósköp sárt, Jón, en eg er samt ósköp hrædd um aö betra
sé að senda hann burt í kvöld. Eæknirinn þek'kir góðan
stað, sem vinur hans stjórnar, þar sem hægt væri að
hlynna að aumingja drengnum fyrstu dagana og líta vel
eftir honum, þangað til viö réðum við okkur hvað bezt
væri að gera við hann,” sagöi frú Molly grátandi. “Hvað
lteldur þú, læknir?”
. “Eg held það væri eina óhulta ráðið.”
“Þá er bezt að ljúka því af sem fyrst. Vill ekki ein-
hver hlaupa út og ná í vagn?” spurði Jón gamli Morris,
og leit óttaslegnum, augum á Jósef, sem, þrátt fyrir það