Saga: missirisrit - 01.12.1928, Síða 147
S AGA
253
þótt hendur og fætur væru fastlega fjötrum bundnar,
haföi með heljar átökum líkamans risið upp og sat nú á
sófanunr og glápti á mannsöfnuðinn.
“Æ, drottinn minn dýri! Nú er hann búinn að fá
annað æðiskastið! Fljótt! fljótt! hlaupi nú einhver
strax og nái í vagn svo hægt sé að senda hann burtu áður
hann gerir eitthvað ilt af sér,’’ hljóðaði frú Molly.
Unrrenningurinn stökk af stað, en þegar hann opnaði
hurðina, hörfaði hann aftur á bak undan tveimur gestum,
sem höfðu gengið óboðnir inn í forstofuna, og sem hann
kynti þeim sem fyrir voru sem:
“Önnur kona og maður, sem vita eitthvað um ein-
hvern!”
Og Helen Lyle og Harry Blewitt gengu í stofuna.
Jósef Morris gerði tilraun að standa á fætur móti
kærustunni, en var á samri stundu gripinn og haldið af
lækninum og Jóni gamla, frænda sínum.
Harry Blewitt hneigði sig fyrir samkundunni, og á-
varpaði húsfreyjuna þessum orðum:
“Eg vona, frú Morris, að þú leyfir mér að skýra þessa
snöggu komu mína hingað. Sannleikurinn er sá, að öku-
maður leiguvagnsins, sem flutti Jósef vin minn til borg-
arinnar, kom aftur til baka með ógurlega tröllasögu af
hinum óða og ægilega unga vitfirringi, Jósef Morris, sem
hefði verið settur í bönd um leið og hann sté út úr vagn-
inum. Sagan flaug eins og eldur í sinu meðal allra, unz
hún náði eyrum eins af þjónum ungfrú Lyle, sem frétti
hana þannig, og þar sem hún áleit að einhver háskalegur
misskilningur og óréttlæti ætti sér hér stað, keyrði strax
til borgarinnar. Hún gerði mér þann heiður að koma
við hjá mér og biðja mig að fylgja sér hingað, sem eg
líka gerði með glöðu geði, séristaklega þar sem svo stend-