Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Síða 22

Fréttatíminn - 07.08.2015, Síða 22
Lamin með inniskó svona af og til J óhanna Rakel vinnur í Bóka-búð Máls og menningar og þar mæli ég mér mót við hana að loknum hektískum vinnudegi. Á meðan við röltum niður í Banka- stræti í blíðunni gerir hún sér ferð yfir götuna til að drepa í sígar- ettunni í þar til gerðu stubbahúsi og ég hef á orði að hún sé vel upp alin. Hún hlær og á meðan við setj- umst inn á Kaffitár, pöntum okkur kaffi og komum okkur fyrir segir hún mér frá uppvexti sínum, sem er ekki beint eftir A4 uppskriftinni. „Ég fæddist hér á Íslandi, flutti níu mánaða til Bandaríkjanna þar sem ég bjó til sex ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan heim, eftir stutt stopp í Belgíu og Búlgaríu, en endaði síðan í Rússlandi þegar ég var átta ára og þar bjuggum við í tvö ár í Moskvu. Mamma og pabbi unnu þá bæði fyrir Actavis og þar sem pabbi talar rúss- nesku var hann sendur þangað.“ Harkaleg þjálfun í Rússlandi Dvölin í Moskvu var á margan hátt erfið, sérstaklega til að byrja með, en Jóhanna er samt þakklát fyrir þá reynslu. „Í stað þess að senda okkur í enskumælandi skóla sendu foreldrar mínir okkur systkinin í almennings- skóla og ég verð að viðurkenna að við grétum í tvo mánuði vegna þess að við skildum ekki orð af því sem þar fór fram. Við vorum reyndar með barnapíu sem hjálpaði okkur með rússneskuna og eftir á að hyggja var þetta mjög fínt. Maður átti reyndar litla samleið með þessum krökkum, sum þeirra voru byrjuð að reykja átta ára og önnur farin aðganga í G- strengjum og ég var bara alls ekki að skilja þetta. Ég held ég hafi þroskast dálítið hratt á þessum tveimur árum, sem er bara gott mál.“ Jóhanna Rakel hafði byrjað að æfa fimleika í Bandaríkjunum en það var ekki fyrr en í Rússlandi að þær æfingar urðu alvarlegar. „Ég var í einhverjum krílahópi í Banda- ríkjunum frá tveggja ára aldri og í Rússlandi hélt ég áfram að æfa og þar var maður sko tekinn í gegn og kennt allt frá grunni upp á nýtt. Ég lifði á þeirri tækni sem ég lærði þar þegar ég var níu ára alveg þangað til ég hætti í fimleikunum átján ára.“ Spurð hvort heragi hafi ríkt í þjálfuninni játar Jóhanna því. „Ég var reyndar hjá mjög líbó þjálfara, en maður var alveg laminn með inniskó af og til og svona. Það var ekki eins harkalegt og það hljómar, það var rétt danglað í mann annað slagið ef maður gerði hlutina ekki rétt, maður grét meira af skömm yfir því að verðskulda skammir heldur en af því að maður fyndi til.“ Bóhemalíf í Pétursborg Eftir tveggja ára dvöl í Moskvu flutti fjölskyldan heim og hefur búið hér síðan, en þegar Jóhanna var átján ára fór hún ein til Pétursborgar þar sem hún bjó og æfði í þrjá mánuði. „Ég var að reyna að komast á heims- meistaramótið og ákvað að fara til Rússlands í þriggja mánaða æfinga- búðir. Eftir að hafa verið þar í einn og hálfan mánuð fékk ég að vita að ég kæmist ekki á heimsmeist- aramótið, og varð ógeðslega sár, en samdi við þjálfarann þar að ég fengi að æfa aðeins minna og hefði tíma til að skoða mig um og kynn- ast Pétursborg. Það var æðislegt að vera átján ára, ein í Rússlandi, skoða söfn og skemmta sér og lifa ein- hverju rómantísku bóhemalífi. Sam- félagið þar er reyndar allt, allt öðru- vísi en hér. Ég var þarna á þriðja ári í menntaskóla, farin að fá áhuga á pólitík og orðin brjálaður femínisti, en það var ekki í boði að halda fram slíkum skoðunum þarna. Það ríktu hræðilegir fordómar bæði gagnvart konum og samkynhneigðum og það var sama hvað ég reyndi að rökræða við fólk það bara hristi hausinn. Þessar skoðanir eru innprentaðar frá blautu barnsbeini og enginn leið að fá fólk til að sjá hlutina öðruvísi. Í minni kynslóð eru samt einhverjir að verða opnari fyrir þessu og ég gef þessu þrjátíu ár til breytast. Þetta var auðvitað dálítið sjokk, en hefði örugglega verið mun meira sjokk ef ég hefði ekki búið þarna áður.“ Æft fjóra tíma á dag Spurð hvort ekki hafi verið erfitt að aðlagast íslensku samfélagi þegar hún flutti heim níu ára gömul seg- ist Jóhanna ekki hafa fundið mikið fyrir því. „Nei, nei, ég var orðin vön því að þurfa alltaf að vera að kynn- ast nýju fólki, var í sex grunnskólum og lengsta samfellda skólagangan var þrjú og hálft ár í MH. Ég held að það að skipta svona oft um skóla hafi gefið mér ákveðið forskot, mað- ur lærði að aðlagast nýjum hópum eins og skot. Ég held ég hafi frekar grætt á því en hitt.“ Fimleikarnir héldu áfram að vera rauði þráðurinn í lífi Jóhönnu eftir að hún flutti heim, titlarnir hrönnuð- ust upp, hún varð oft Íslandsmeist- ari og einu sinni Norðurlandameist- ari á jafnvægisslá. „Það var þegar ég var fjórtán ára og kom mér mjög á óvart að vinna. Ég stóð á palli og fékk medalíu á meðan þjóðsöngur- inn var spilaður og ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera. Held ég hafi bæði hlegið og grátið. Þetta var mitt glory moment.“ Fimleikaæfingarnar tóku mest af tíma Jóhönnu öll uppvaxtarárin og hún segist í dag ekki skilja hvernig hún hafði tíma til að sinna nokkru öðru. „Það voru æfingar í fjóra tíma á dag, sex daga vikunnar og manni fannst það bara eðlilegt. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta fáránlegt og skil ekki hvernig ég nennti þessu svona lengi, en þetta var bara eðli- legur hluti af deginum, jafn eðlilegt og að fara í sturtu. Mér þykir vænt um þennan tíma og verð voðalega glöð þegar ég fæ skilaboð á Facebo- ok frá tólf ára fimleikastelpum sem segja að ég sé hetjan þeirra. Það er voða sætt og gaman.“ Allt í einu komin í hljómsveit Eftir að hún kom heim frá Péturs- borg ákvað Jóhanna að hætta í fim- leikunum en var ekki aðgerðalaus lengi því nokkrum vikum síðar var hún komin í hljómsveitina Reykja- víkurdætur. Hvernig vildi það til? „Ég datt algjörlega óvart inn í hana. Þegar ég kom heim frá Péturs- borg hringdi vinkona mín, Salka Valsdóttir, í mig og tilkynnti mér að við ættum að spila á tónleikum eftir viku. Árið áður höfðum stofn- að grínhljómsveit sem við köll- uðum Cyber og átti að vera pönk/ trash metal band, en ég kunni ekki á nein hljóðfæri, kunni ekki að syngja og við höfðum aldrei samið nein lög svo þetta símtal kom mér algjörlega á óvart. Salka sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því, við myndum bara rappa. Það leist mér ekkert á, harðneitaði að taka þátt og svaraði ekki símtölum frá henni í þrjá daga. Ég ætlaði sko ekki að fara að gera mig að fífli á einhverj- um tónleikum. Henni tókst samt að sannfæra mig, við bjuggum til lag á einni kvöldstund og viku síðar steig ég á svið í fyrsta sinn. Þetta var í október 2013 og viku síðar var ég komin í hljómsveit, sem hefur verið mjög skemmtileg reynsla. Ég þakka líka rappinu það að ég lagðist ekki í þunglyndi eftir að hætta í fimleik- unum. Reykjavíkurdætur urðu til fyrir þriðja kvennarappkvöldið og lagið Reykjavíkurdætur átti bara að vera auglýsing fyrir þann viðburð, við vorum ekkert búnar að ákveða nafn eða neitt. Lagið var sett á netið og morguninn eftir vaknaði ég við einhverja Vísisfrétt um að ég sé í hljómsveit sem heiti Reykjavíkur- dætur. Þannig að fjölmiðlar bjuggu eiginlega þessa hljómsveit til.“ Jóhanna Rakel og Salka sögðu þó ekki skilið við Cyber, sem þær nefndu í höfuðið á uppáhaldsvara- litnum sínum, og eru nú að vinna að plötu. „Já, trash metal hljómsveitin okkar breyttist í rappband á einni nóttu og nú erum við á fullu að vinna að plötu. Við ætluðum að gefa hana út núna í lok sumars, en ég held það Jóhanna Rakel Jónasdóttir er ein Reykjavíkurdætra en hún er líka önnur tveggja meðlima hljómsveitarinnar Cyber, fyrr- verandi fimleikastjarna og skóhönnuður. Hún ólst upp í Banda- ríkjunum og Rússlandi og segir dvölina í Rússlandi hafa haft mikil áhrif á lífssýn sína. Jóhanna Rakel byrjaði að æfa fimleika í Bandaríkjunum en alvaran tók við í Rússlandi. Heragi ríkti og hún var lamin með inniskó ef hún gerði hlutina ekki rétt. Ég ætlaði sko ekki að fara að gera mig að fífli á einhverjum tónleikum. Sölku tókst samt að sann- færa mig, við bjuggum til lag á einni kvöldstund og viku síðar steig ég á svið í fyrsta sinn. Þetta var í október 2013 og viku síðar var ég komin í hljómsveit. Myndir Anton Famhald á næstu opnu 22 viðtal Helgin 7.-9. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.