Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 57

Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 57
Tómas R. Einarsson kontra- bassaleikari og lagahöfundur er löngu landskunnur, ekki síst fyrir latín tónlist sína. Þriðju- daginn 11. ágúst verður tekið forspil á Jazzhátíð þar sem heimildarmynd um Tómas verður frumsýnd í Bíó Paradís kl 18:00. Í kvikmyndinni Latínbóndinn kynnumst við manninum á bak við bassann og lögin og því hvernig það vildi til að sveitastrákur úr Dölunum elti tónlistargyðjuna út í heim og alla leið til Havana á Kúbu og sneri loks til baka í heimahagana með heita og litríka latínveislu í farangrinum. Leikstjóri er Jón Karl Helgason og Sigurður G. Valgeirsson er framleiðandi. Tómas og gítarleikarinn Ómar Guðjónsson fagna svo útgáfu nýs geisladisks á Jazzhátíð sem nefnist Bræðralag. Við heyrðum aðeins í Tómasi um samstarf þeirra “bræðra”. “Ómar tók við af Davíð Þór Jónssyni sem hljómamaður í latínsveit minni 2005 og við höfum því spilað saman í tíu ár. Hann kveikir í minni músíkölsku taug og er líka orkumikill og fyndinn og glimrandi kokkur. Við ætlum að spila lögin á nýju plötunni okkar, Bræðralagi. Þetta verður opið tíu ára samspilsafmæli með hægri sveiflu, latínu og ballöðum.” Talið verður í Jazzhátíð Reyk- javíkur í 26. sinn miðviku- daginn 12. ágúst og mun jazzinn duna í Hörpu, heimili Jazzhátíðar, fram til sunnudags- ins 16. ágúst. Eins og síðustu ár mun jazzganga fara niður Lauga- veg og marka þannig upphaf Jazzhátíðar en þessi skemmtilegi siður er fenginn að láni frá vöggu jazzins í New Orleans. Fastir liðir á dagskrá Jazzhátíðar eru daglegar „gleðistundir“ kl. 17.00 á Budvarsviðinu á efstu hæðum Hörpu, þar sem kynn- ingar á dagskrárliðum fara fram og svo “spunastundir” á hverju Heiða Árnadóttir leiðir Mógil á útgáfutónleikum í Norðurljósum 12. ágúst. Hún er klassískt menntuð og kemur víða við í starfi sínu. “Ég er alin upp við að hlusta á jazz. Pabbi minn Árni Ísaksson er mikill jazz áhugamaður og jazz var mikið spilaður á mínu heimili. Þegar ég fór í nám við Tónlistarháskólann í Haag var ég fyrst óákveðin hvort ég ætti að halda áfram í klassískum söng eða fara yfir í jazzsöng. Ég valdi klassísku leiðina en maður þarf ekki að vera fastur í einu formi heldur flytja þá tónlist sem maður elskar og finnst skemmtileg. Mógil hófst í raun þegar ég var í náminu í Haag. Við Joachim Badenhorst fórum að flytja saman þjóðlög frá ýmsum áttum og enduðum með því að byrja að semja saman. Við bættust svo þau Hilmar Jensson, Eiríkur Orri Ólafsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Núna semjum við öll fyrir Mógil og ég hef séð að mestu um texta- gerð. Mig langaði til þess að hafa mjög íslenska rót í textunum og því eru þeir flestir undir áhrifum frá íslenskri nátturu og þjóðsögum. Við höfum samt spilað minna hér heima og mest verið að spila í Belgíu og Hollandi. Þannig að nú er frábært tækifæri að koma á Jazzhátíð að hlusta á okkur.” segir Heiða. Heiða ætlar ekki að missa af tónleikum: Niescier/Jensson/McLemore. Það er greinilega mikil gróska í íslensku jazzlífi því að á Jazzhátíð í ár eru hvorki meira né minna en átta tónleikar þar sem flytjendur fagna nýjum hljómdiski. Á opnunardegi hátíðarinnar eru það bassaleikarinn Leifur Gunn- arsson sem fagnar sinni fyrstu útgáfu Húsið sefur sem hann lýsir sem lýrísku og melankólískum þjóðlagadjassi. Tónlistin er eftir Leif og er samin við íslensk ljóð. Mógil sem leidd er af söng- konunni Heiðu Árnadóttur fagnar þriðju útgáfu sinni Korríró. Á fimmtudeginum eru það tríóið Jónsson & More, leitt af bræðru- num Ólafi og Þorgrími Jónsso- num sem ríður á vaðið og fagnar sinni fyrstu útgáfu No Way Out. Þríeyki skipað þýska saxofónleik- aranum Angelika Niescier, Hilmari Jenssyni gítarleikara og bandaríska trommaranum Scott McLemore fylgir eftir sinni fyrstu útgáfu Brok-en Cycle þar sem landamæri jazzins eru könnuð. Ásgeir Ásgeirsson fær til sín góða gesti sem eru á nýútkomnum diski hans Trio. Tónlistin er lýrísk undir suður-amerískum áhrifum. Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson fagna sinni útgáfu, Bræðralag þar sem hægt sving og latin ræður ríkjum. Á föstu- deginum stígur fyrst á svið Sunna Gunnlaugs Trio með nýjan disk Cielito Lindo og í framhaldi leiða Sigurður Flosason og Hans Olding verkefni sitt Projeto Brasil þar sem þeir taka fyrir þekktustu höfunda brasilískrar tónlistar. Breiddin er mikil þar sem hér er að finna bæði sunginn og leikinn jazz, frumsaminn jafnt sem tökulög, bossanova, hefðbundinn jazz, samtíma jazz og frjálsan spuna. Að tónleikum loknum mun hlustendum gefast kostur á að kaupa diska og fá þá áritaða af listamönnunum. Latínbóndinn eignast bróður Jazzhátíð ómar í Reykjavík í 26. sinn Ævintýraleg og hlý tónlist 8 útgáfu- tónleikar á hátíðinni Útgáfutónleikar 13. ágúst kl. 21:00. Útgáfutónleikar miðvikudaginn 12. ágúst kl. 22:00. Heimildamynd um Tómas R. Einarsson verður for- spil að Jazzhátíð og gleðin heldur áfram með útgáfu- tónleikum í Norðurljósasal. Þegar þú horfir til baka hvað vakti áhuga þinn á jazztónlist og hverja telur þú vera þína helstu áhrifavalda í tónlist? “Fyrsta skýra minningin er frá tónleikum með Ellu Fitzgerald í París vorið 1977. Þar voru líka stórsveit Counts Basie og tríó Óskars Peterson en ég tók bara eftir Ellu, hún plantaði sveifl- unni í mig og ég fæ enn fiðring þegar ég hlusta á hana. Helstu áhrifavaldar mínir myndi ég telja Niels-Henning Örsted Pedersen og Red Mitchell á námsárum en Charlie Haden í dag.” segir Tómas. Tómas ætlar ekki að missa af tónleikum: Kutimangoes. kvöldi í lok dagskrár kl. 23.00 þar sem flytjendur láta gamminn geysa óundirbúið fram eftir kvöldi. Ókeypis er á þessa opnu viðburði. Tónleikar á Jazzhátíð verða alls tuttugu talsins og munu þeir allir fara fram í Norðurljósum og í Silfurbergi í Hörpu. Alls munu hátt í hundrað listamenn koma fram á hátíðinni, um þriðjungur þeirra erlendir gestir. Eins og fyrri ár endurspeglar Jazzhátíð Reykjavíkur vel þá breidd og fjölbreytileika sem rúmast innan hugtaksins jazztónlist; allt frá tónlist Louis Armstong í frumbernsku jazzins til nútímalegs norræns spuna- jazz. Á einum tónleikum verða landamæri jazz, þjóðlaga- og klassískrar tónlistar rannsökuð og á öðrum eru það landamæri jazz og brasilískrar hryntónlistar sem eru viðfangsefnið. Söngjazz frá sjötta og sjöunda áratugnum og heimstónlistarveisla. Svo nokkur dæmi séu tekin. Jazzhátíð í ár endurspeglar líka þann sköpunar- og drifkraft sem ræður ríkjum í íslensku jazzlífi, en í ár fá tónleikagestir að njóta átta úgáfutónleika þar sem nýtt efni verður frumflutt og oftar en ekki er þar um að ræða eftir- tektarverð samstarfsverkefni inn- lendra og erlendra listamanna. Stjórn Jazzhátíðar þakkar öllum þeim fjölmörgu listamönnum sem fram koma á hátíðinni í ár, styrktaraðilum, bæði opinberum aðilum sem og úr einkageiranum, innlendum sem og erlendum, fagfólki og stjórnendum í Hörpu og öllum öðrum sem lagt hafa hönd á plóg við skipulag og framkvæmd hátíðarinnar í ár. F.h. stjórnar Jazzhátíðar Reykjavíkur: Ari Daníelsson Mógil fagnar útgáfu síns þriðja disks Korríró en þau hafa hlotið hlýjar móttökur gagnrýnenda sem segja tónlistina “snerta sálina” vera “ævintýralega og hlýja” og “landamæralausa snilld” For a special evening with a view like no other Best Icelandic produce complemented with a spectacular panoramic view of Reykjavík and the surrounding horizon. Kolabrautin is on 4th floor Harpa Reservations +354 519 9700 www.kolabrautin.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.