Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Síða 59

Fréttatíminn - 07.08.2015, Síða 59
Á laugardagskvöldinu 15. ágúst verður boðið til mikillar veislu í Norðurljósasal kl 23. Hljómsveit Hauks Skuggamyndir frá Býsans bjóða til sín The KutiMangoes, sex manna afro-soul hljómsveit sem kemur hingað frá Kaup- manna-höfn ásamt söngvaranum Patrick Kabré frá Burkina Faso. Síðasta afurð sveitarinnar Afro- Fire hlaut dönsku tónlistar- verðlaunin árið 2014 í flokki heimstónlistar og einróma lof gagnrýnenda. Yfir vötnum svífur andi Fela Kuti með tilvísunum í útsetningar og tónlist Charles Mingus og Ornette Coleman. Heimstónlistarteiti og barnajazz Haukur Gröndal hefur rekið heimstónlistarklúbbinn og staðið fyrir fjölda tónleika undanfarin ár þar sem boðið er upp á tónlist frá ýmsum hornum heimsins. Áhugaverð blanda þar! Á sviðinu standa þrír blásarar, tveir trommuleikarar, píanóleikari og söngvarinn ótrúlegi. Skugga- myndir frá Býsans leikur hins vegar tónlist sem á rætur að rekja til Búlg-aríu, Grikklands, Makedóníu og Tyrklands og hefur fengið lof fyrir skemmti- lega og frísklega nálgun við viðfangsefnið. Síðasta afurðin, Night without moon, var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015. Haukur ætlar einnig að bregða sér í gervi Gauks Hraundal á Budvar sviðinu fyrr um daginn. Gaukur elskar að leika af fingrum fram og hann elskar leikskólalögin og hér leiðir hann gesti í ævintýraferð um töfraveröld tónlistarinnar. Tónleikarnir eru sniðnir að yngri kynslóðinni og því er tilvalið fyrir foreldra og ömmur og afa að skella sér með á þessa stuttu en bráðskemmtilegu tónleika sem taka 30 mín. og aðgangur er ókeypis. Ef maður á ekki börn sjálfur, getur maður alltaf fengið annarra manna börn að láni! miðvikudagur 12. ágúst fimmtudagur 13. ágúst föstudagur 14. ágúst sunnudagur 16. ágústlaugardagur 15. ágúst Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is 19 Húsið sefur Silfurberg 20 Monica Zetterlund heiðurs tónleikar Norðurljós 20 Nordic Dialogues Silfurberg 21 Kekko Fornarelli Trio Norðurljós 22 Mógil Silfurberg 23 Jamsession Budvarsvið 17 Jazzganga að Hörpu Lucky Records 17:45 Setningarathöfn í Hörpu Budvarsvið 11 Masterclass: Jenny Scheinman Kaldalón 12 Masterclass: Allison Miller Kaldalón 15 Fjölskyldutónleikar: Gaukur Hraundal Budvarsvið 16 Happy Hour með Reykjavik Swing Syndicate Budvarsvið 20 Stórsveit Reykjavíkur með Helge Sunde Silfurberg 21 Mathias Eick Quintet Norðurljós 22 ASA Trio Silfurberg 23 Heimstónlistarveisla: Skugga- myndir frá Býsans og Kutimangoes Norðurljós 17 Happy Hour Budvarsvið Sýnishorn af atriðum kvöldsins Atriði á Budvarsviði og í Kaldalóni eru ókeypis og opin öllum. Dagpassar (5600/6900/3900 kr.) eru í boði á stök kvöld og Louis Armstrong heiðurstónleikana. Takmarkað upplag af hátíðarpassa sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar er einnig í boði á 16.200 kr. Frekari upplýsingar á www.reykjavikjazz.is og miðasala á tix.is. 17 Happy Hour Budvarsvið Sýnishorn af atriðum kvöldsins 19 Jónsson & More Norðurljós 20 Ásgeir Ásgeirsson Silfurberg 21 Bræðralag: Tómas R Einarsson & Ómar Guðjónsson Norðurljós 22 Niecier/Jensson/McLemore Silfurberg 23 Jamsession Budvarsvið 19 Sunna Gunnlaugs Trio Norðurljós 20 Flosason-Olding:Projeto Brasil Silfurberg 21 Allison MIller Boom Tic Boom Norðurljós 22 Sons of Gislason Silfurberg 23 Jamsession Budvarsvið 16 Louis Armstrong heiðurstónleikar Norðurljós ATHUGIÐ að Jazzhátíð Reykjavíkur áskilur sér rétt til að breyta dagskrá. Passinn tryggir ekki forgang að viðburðum. Mætið tímanlega. For further information in English and German visit www.reykjavikjazz.is. For ticket sales visit Harpa or www.tix.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.