Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 64

Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 64
 í takt við tímann Silja RóS RagnaRSdóttiR Gleymir sér við að spila á gítarinn til þrjú á nóttunni Silja Rós Ragnarsdóttir er 22 ára Vesturbæingur sem er ein þriggja íslenskra stelpna sem komust inn í leiklistarskólann The American Academy of Dramatic Arts í Hollywood í haust. Í sumar hefur hún verið að vinna á leikskóla á milli þess sem hún gengur á Esjuna og nýtur góða veðursins í Vesturbæjarlauginni. Staðalbúnaður Ég kaupi helst föt helst í útlöndum, mikið í H&M og Topshop. Ég er skósjúk og hef ekki tölu á skó- pörunum mínum. Ég hef nánast aðeins gengið í hælaskóm síðan ég var 14 ára enda er ég ekki hávaxin. Ég á kannski tvö pör af sléttbotna skóm sem ég nota aðeins í ræktinni eða vinnunni. Gít- arinn minn fylgir mér líka oft en ég keypti mér Little Martin gítar um jólin sem er uppáhalds hluturinn minn. Hugbúnaður Ég æfi í World Class og fer þá helst út á Nes. Mér finnst mjög gott að fara í Hot Yoga og svo hef ég æft dans síðan ég var sex ára. Í sumar hef ég mikið farið í Vesturbæjarlaugina að njóta góða veðursins. Þegar ég er ekki að vinna reyni ég að hitta vini mína sem mest. Ég dreg þau út á land, upp á Esju eða við setjumst niður á Súfistann. Þegar ég skemmti mér fer það allt eftir stemn- ingunni hvort haldið er á Húrra, Prikið eða b5 en mér finnst skemmtilegast að fara eitthvert að dansa. Ég lifi fyrir tónlist og gerist oft sek um það að spila á gítarinn minn til þrjú á nóttunni. Ég reyni að fylgjast vel með íslenskri tónlist og fer reglulega á tónleika. Í sumar fór ég loksins að sjá uppáhaldstónlistarmanninn minn, Damien Rice, og það var magnað. Ég horfi meira á sjónvarps- þætti og uppistönd en bíómyndir þegar ég finn tíma til þess. Ég er Friends-aðdáandi og hef horft á seríurnar margoft, en núna er ég að fylgjast með True Detective. Vélbúnaður Ég er með Macbook Pro og iPhone 5s. Ég er frek- ar mikil Apple-manneskja. Það app sem ég nota mest er ábyggilega Snapchat og svo er Facebook alltaf opið i símanum mínum. Ég hef reynt að byrja á Twitter en stunda það helst að læka allt sem vinir mínir gera. Aukabúnaður Ég hef mikinn áhuga á flestum listgreinum. Ég er mjög mikil félagsvera og finnst best að hafa nóg að gera. Þegar ég vil slaka á finnst mér best að teikna, mála eða semja tónlist. Ég er fædd með leiklistarbakteríuna og er á leiðinni í leik- listarnám í haust. Mér finnst mjög gaman að elda góðan mat og ennþá betra að borða góðan mat. Besta sem ég fæ er humar og nautalund. Ég elska að ferðast bæði um Ísland og erlendis og reyni að gera sem mest af því.  tónleikaR ný plata Hljómsveitin Mógil er að senda frá sér sinn þriðja geisladisk um þess- ar mundir og nefnist hann Korr- író. Mógil skapar einstakan hljóð- heim og vefur saman klassískri tónlist, þjóðlagatónlist og djassi á einstakan hátt. Textar sveitar- innar eru innblásnir af þjóðsög- um og náttúru. Sveitin gaf frá sér geisladiskana Í stillunni hljómar árið 2011 og Ró árið 2008. Í tilefni af útgáfunni mun sveitin halda þrenna tónleika í næstu viku og verða þeir fyrstu þriðjudaginn 11. ágúst í Versölum, Ráðhús- inu í Þorlákshöfn, Hafnarbergi klukkan 20. Daginn eftir, þann 12. ágúst, mun Mógil koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í Hörpu klukkan 22 og verða það eiginleg- ir útgáfutónleikar. Föstudaginn 14.ágúst spilar sveitin á Berjadög- um í Ólafsfirði og verða tónleik- arnir í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20. Meðlimir Mógil eru þau Heiða Árnadóttir söngkona, Hilmar Jensson gítarleikari, Kristín Þóra Haraldsdóttir víóluleikari, Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari og Joachim Badenhorst klarinettu- leikari. Hægt er að kaupa Korr- író á heimasíðu sveitarinnar www. mogil.org Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Mógil sendir frá sér Korríró Hljómsveitin Mógil spilar á tónleikum í Þorlákshöfn, á Jazzhátíð og í Ólafsfirði í næstu viku. 64 dægurmál Helgin 7.-9. ágúst 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.