Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 2

Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 2
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ STUÐIÐ e-Up! rafmagnsbíll verð frá: 2.990.000 kr. Ísbúðin Valdís hagnaðist um 40,3 milljónir króna á síðasta ári. Það er aukning frá því á árinu 2013 þegar hagnaðurinn nam 13,3 milljónum, en ísbúðin var opnuð á því ári. EBITDA fyrirtækisins var 55,5 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri Valdísar á síðasta ári var 55,6 milljónir. Rúmlega 17 milljónir af þeirri upphæð voru notaðar í fjárfestingu í innréttingum, vélum og tækjum, en 13 millj- ónir voru greiddar í arð. Handbært fé Valdísar nam 23,9 millj- ónum króna um síðustu áramót. Valdís opnaði snemma sumars 2013 á Grandagarði í Reykjavík og er í eigu Önnu Svövu Knútsdóttur og Gylfa Þórs Valdimarssonar. Það datt því miður upp fyrir að það yrði haldið sjálfsfróun- arnámskeið hér. Þ að er gríðarlegur heiður að fá hana til Íslands. Hún er sann- kölluð stórstjarna í heimi kynfræðinga,“ segir Sigríður Dögg Arnardóttir, formaður Kynís - Kynfræðifélags Ís- lands sem stendur að sam- norrænni kynfræðiráðstefnu í Reykjavík í byrjun október en aðalgestur ráðstefnunnar er hinn heimsþekkti kyn- fræðingur Betty Dodson. Betty er hvað þekktust fyrir sjálfsfróunarnámskeið sem hún hefur haldið fyrir konur þar sem hún leggur áherslu á að frelsa fullnæginguna. Kynís er félagi í NACS, Nordic Association of Clini- cal Sexology, sem árlega stendur fyrir kyn- fræðiráðstefnum. Í ár er ráðstefnan haldin á Icelandair Hotel Reykjavík Natura dagana 1. til 4. september en hún var síðast haldin á Íslandi árið 2008 og komust þá færri að en vildu. Um 130 sérfræðingar víðs vegar að halda erindi á ráðstefnunni. Þar verða til að mynda haldin erindi um ótímabært sáðlát, mikilvægi kynlífs í samböndum og náms- framboð í kynfræði. Stjarna ráðstefnunnar er hins vegar tvímælalaust Betty Dodson. „Hinir kynfræðingarnir í NACS áttu ekki orð þegar ég sagði að hún væri að koma,“ segir Sigríður Dögg sem telur íslenska hugsunarháttinn „að bara að kýla á það“ hafa ráðið því að hún setti sig í samband við Betty. „Hún ákvað strax að slá til og við erum búnar að vera í töluverðum bréfa- skriftum,“ segir hún. Betty Dodson er 86 ára gömul og gaf út sína fyrstu kynfræðibók árið 1974. Þetta var bókin Libe- rating Masturbation, eða Frelsun sjálfsfróunarinnar, en það var tólf árum síðar sem hún sendi frá sér met- sölubókina Sex for one eða Kynlíf fyrir einn. Betty held- ur úti umfangsmiklum kyn- fræðsluvef ásamt samstarfs- konu sinni Carlin Ross sem ber yfirskriftina Better or- gasms - Better world, Betri fullægingar - betri heimur. Saman hafa þær árum sam- an haldið sjálfsfróunarnám- skeið fyrir konur sem vilja læra betur á líkama sinn og losa sig við hömlur. „Það datt því miður upp fyrir að það yrði haldið sjálfsfróunarnámskeið hér því Carlin Ross er nýbúin að eignast barn og treysti sér ekki til að ferðast, en Betty vill ekki halda námskeið ein. Hún kemur hins vegar til með að sýna brot úr heimild- armynd um námskeiðin og útskýra mikil- vægi þeirra,“ segir Sigríður Dögg, en gríð- arlegur fjöldi kvenna um allan heim segir það hreinlega hafa breytt lífi sínu að lesa bækur Betty eða fara á námskeið hjá henni. Sigríður Dögg segir það mikla vítam- ínsprautu fyrir fræðigreinina kynfræði að ráðstefna sem þessi sé haldin. „Þarna koma saman yfir hundrað sérfræðingar og deila sinni sérþekkingu. Þetta er eins og að halda flott matarboð þar sem hver kemur með sinn besta rétt og úr verður stórkost- legt hlaðborð,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 42,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er þó minna en á sama tíma í fyrra.  Fjármál Stóru viðSkiptabankarnir hagnaSt Arion banki hagnast mest Arion banki er sá eini af stóru viðskiptabönk- unum þremur sem hagnaðist meira á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nú nam 19,3 milljörðum og jókst um 11% milli ára. Heildarhagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja á fyrstu sex mánuðum ársins man 42,3 milljörðum króna. Þetta er fjórum og hálfum milljarði minna en á sama tíma í fyrra. Hagn- aður Landsbankans nam 12,4 milljörðum króna en var 14,9 milljarðar á sama tíma í fyrra og hagnaður Íslandsbanka var 10,8 milljarðar samanborið við 14,7 milljarða króna áður. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, er að vonum ánægður með uppgjörið en bendir á að skýringuna á hagnaðinum megi meðal annars rekja til þess að bankinn seldi á þessum tíma hlut bæði í Reitum og alþjóðlega drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber. „Á öðrum ársfjórðungi er það fyrst og fremst regluleg starfsemi bankans sem skilar góðri arðsemi. Þannig heldur starfsemi bankans áfram að styrkjast og jukust þóknanatekjur, sem eru fyrst og fremst frá fyrirtækjum, um 13% á milli ára. Við sjáum einnig áhrif traustara efnahagsástands og aukinna umsvifa í efna- hagslífinu í auknum lánveitingum til fyrir- tækja, einkum til fasteignaframkvæmda, flutn- inga- og ferðaþjónustu og sjávarútvegs, sem er mjög jákvætt,“ segir hann. - eh  kynheilbrigði Samnorræn kynFræðiráðSteFna haldin á ÍSlandi Sérfræðingur í sjálfsfróun mætir á ráðstefnu í Reykjavík Stórstjarna í heimi kynfræðinga, Betty Dodson, er meðal gesta á samnorrænni kynfræðiráð- stefnu sem haldin verður í Reykjavík í október en Betty er einna þekktust fyrir sjálfsfróunarnám- skeið sem hún heldur fyrir konur. Um 130 sérfræðingar víðs vegar að halda erindi á ráðstefnunni. Formaður Kynís - Kynfræðifélags Íslands segir það vítamínsprautu fyrir fræðigreinina kynfræði að ráðstefnan sé haldin hér. Betty Dodson, prófessor í kynfræði, er orðin 86 ára en er hvergi nærri hætt að kenna konum að þekkja líkama sinn. Ljósmyndir/ Dodsonandross.com Betty Dodson árið 1973 á ráðstefu í New York þar sem hún mælti með því að konur notuðu víbratora. Metsölubókin Sex for one, eða Kynlíf fyrir einn, kom fyrst út árið 1986 og skaut Betty Dodson upp á stjörnu- himin kynfræðinga. Íslenskur fótboltaleikur Kickoff CM er fyrsti íslenski knattspyrnustjóraleikurinn, en hann var gefinn út í vikunni. Leikurinn hefur verið þrjú ár í þróun, sem hefur kostað um 150 milljónir króna. Útgef- andinn er íslenska fyrirtækið Digon Games, sem ætlar sér stóra hluti með leikinn. „Við erum búin að vera með hann í prófunarferli núna undanfarnar vikur og mánuði. Það eru nokkur hundruð manns í þeim hópi, sem hefur farið stækkandi,“ segir Guðni Rúnar Gíslason, leikjahönnuður hjá Digon Games, í samtali við Viðskiptablaðið. Fyrst um sinn verður leikurinn aðgengilegur í vafra á kickoff.is, en síðar er stefnt að útgáfu hans á snjalltækjum. Valdís hagnast Milljarða hagnaður hjá Landsvirkjun Landsvirkjun hagnaðist um 63,9 milljónir dala, jafnvirði um 8,3 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs- ins. Hagnaðurinn jókst um 29,4 milljónir dala frá sama tíma á síðasta ári. Þetta má sjá í nýbirtu árshlutauppgjöri fyrirtækisins. Rekstrar- tekjur Landsvirkjunar námu 215,7 milljónum dala, eða 28,7 milljörðum króna, sem er 6,2% hækkun frá sama tímabili ári fyrr. EBITDA nam 169,3 milljónum dala eða 22,5 milljörðum króna. EBITDA hlutfall er 78,5% af tekjum, en var 76,2% á sama tíma í fyrra. 39 sóttu um Auglýst var eftir umsækj- endum um stöðu forstöðu- manns Höfuðborgarstofu í lok ágúst. Alls bárust 41 umsókn, en tveir drógu umsókn sína til baka. Á meðal umsækjenda eru Eva María Jónsdóttir dag- skrárgerðarmaður og þátta- stjórnandi, Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri FKA og Jón Kaldal framkvæmdastjóri og ritstjóri. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkur- borgar. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á verkefnum tengdum ferðamálum og vinnur að því að nýta sóknarfæri og styrk- leika Reykjavíkur á því sviði. Höfuðborgarstofa rekur fjölþætta upplýsinga- miðlun fyrir ferðamenn og sér um framkvæmd stórra borgarhátíða ásamt samráði og ráðgjöf við skipuleggj- endur annarra viðburða í borginni. 2 fréttir Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.