Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 28.08.2015, Qupperneq 6
ABSALON Hægindastóll. Klassískur í útliti nú á frábæru verði. Fáanlegur ljósgrár. Stærð: B:83 D:84 H:86 cm 39.840 kr. 69.840 kr. Vertu eins og heima hjá þér MINO Hægindastóll áklæði grár, vintage svart og brúnn Stærð: B:73 D:73 H:76 cm 29.990 kr. 54.980 kr. SALLY Fáir sitja betur. Hægindastóll PU Brandy, Rio antrazit og ljósgrár. Stærð: 72x72 H:88 cm. 29.990 kr. 39.980 kr. ASTRO Ófáanlegur í 30 ár. Fjórir litir . Grár, appelsínugulur, rauður og dökkgrár. Stærð: 77 × 73 × 82 cm 49.990 kr. 59.980 kr. KENYA Hægindastóll bonded leður á slitflötum svartur Stærð: B:69 D:70 H:86 cm 49.990 kr. 59.980 kr. www.husgagnahollin.is 558 1100 Unglingar í dag eru líka upplýstari en áður og meira meðvitaðir um áhrif ofbeldis. L angflestir framhaldsskólar landsins hafa lagt niður þá hefð að busa ný-nema. Nokkrir skólar halda í gamlar hefðir þó busavígslurnar þar hafi mildast mikið. Í Menntaskólanum í Reykjavík hef- ur busavígslunni verið hætt en tolleringin mun haldast til að halda í gamlar hefðir. Þeir skólameistarar sem Fréttatíminn náði tali af eru sammála um að andinn í skól- anum sé allt annar eftir að busun hafi verið hætt. Ekkert vesen fyrir nýnemaball Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjöl- brautaskólans í Garðbæ segir andrúmsloft skólans vera allt annað eftir að busavígsl- urnar voru lagðar af fyrir tveimur árum. „Í kjölfar busavígslunnar árið 2013 þá tilkynnti ég að það yrðu ekki frekari busa- vígslur við skólann. Það var vígsla sem fór úr böndunum. Það gerðist reyndar ekkert innan veggja skólans en það var verið að fara með nemendur hingað og þangað og við vorum mjög óhress með það. Síðasta haust upplifðum við engin vandræði og heldur ekki núna. Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel. Andrúmsloftið er miklu rólegra en áður því við erum laus við þessa spennu sem fylgir busavígslu. Nýnema- ballið okkar var í gær og það var ekkert vesen eins og var oft áður. Þetta er mikill léttir fyrir okkur enda hefðum við viljað vera laus við þetta fyrir mörgum árum.“ Unglingar betri í dag „Það er nú eiginlega búið að banna að nota þessi orð í skólanum, busi og busaball, nú notum við nýnemi og nýnemaball,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði en hann ákvað eins og svo margir aðrir skólameistarar að leggja vígsluna af í fyrra. „Það höfðu verið gerðar tilraunir til að leggja þetta af áður en það fór alltaf í sama farið aftur. En núna virðist þetta vera að ganga vel. Ætli börn séu ekki bara betri í dag en áður,“ segir Jón Reynir aðspurður um ástæðu þess hversu vel gangi að leggja hefðina af núna. „Það hlýtur að vera ein skýringin. Unglingar í dag eru líka upp- lýstari en áður og meira meðvitaðir um áhrif ofbeldis. En skilaboðin voru mjög skýr í fyrra og komu frá mörgum skólum samtímis, það hefur líka hjálpað. Þetta er bara liðin tíð.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Sex mánaða uppgjör Reykjavíkur- borgar var afgreitt í borgarráði í gær. Rekstrarniðurstaða samstæð- unnar A og B hluta var jákvæð um 303 milljónir. Rekstur Reykjavíkur- borgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en til B-hluta telj- ast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Í tilkynningu segir að rekstur borgarinnar sé þyngri nú m.a vegna minni hagnaðar Orkuveitu Reykja- víkur og hækkun launakostnaðar umfram áætlun. „Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar A og B hluta. Niðurstaðan var jákvæð um 303 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.141 mkr. Rekstrarniðurstaðan er því 1.838 mkr lakari en gert var ráð fyr- ir. Ástæður þessa má rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykjavíkur vegna lækkandi álverðs og hins vegar til lakari afkomu A hluta held- ur en áætlun gerði ráð fyrir. Þar ræður hækkun launakostnaðar og minni sala á byggingarrétti mestu. Vert er að taka fram að Orkuveita Reykjavíkur hefur staðist planið sem sett var upp og gott betur.“ -hh  Reykjavík HæRRi LaunakostnaðuR og minni saLa á byggingaRRétti Afkoma borgarinnar lakari en gert var ráð fyrir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir rekstrarniðurstöðuna ekki koma á óvart. „Niður- staðan undirstrikar að það er áskorun að eiga fyrir nýgerðum kjarasamn- ingum og mikilvægi þess að árangur náist í endur- mati á málaflokki fatlaðs fólks og daggjöldum hjá hjúkrunarheimilum, en um milljarð vantar upp á að ríkið láti þá fjármuni fylgja sem þarf vegna þessa. Mikil uppbygging fram- undan léttir þó undir og við munum taka skipulega og fast á fjármálunum, líkt og undanfarin ár.“  skóLamáL busavígsLan að HveRfa í fRamHaLdsskóLum Busavígslan er liðin tíð í langflestum skólum landsins en í Menntaskólanum í Reykjavík er enn tollerað. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson Betri andi í skólum eftir að busavígslur lögðust af Busavígslur hafa ekki verið í sviðsljósinu þetta haustið enda að verða liðin tíð í langflestum skólum landsins. Ellefu framhaldsskólar ákváðu að leggja hefðina niður í fyrrahaust og viðmælendur Fréttatímans eru sammála um að andrúmsloftið í skólunum hafi breyst til batnaðar. 6 fréttir Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.