Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 8
Enn á eftir
að ráða í
um 60
stöðugildi,
það er
rúmlega
120 starfs-
menn í 50%
störf.
Um 800 börn eru á biðlista eftir frístundaheimili í Reykjavík, samanborið við 900 börn á sama
tíma í fyrra. Móðir 7 ára drengs í Grafarvogi, þar sem hlutfallslega flest börn eru á biðlista, segir
stöðuna setja marga útivinnandi foreldra í vanda. Enn á eftir að ráða um 120 starfsmenn en sam-
kvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg ganga ráðningar vel og reiknað er með að búið verði að
fullmanna stöðurnar um miðjan september.
Velferð Á sama tíma í fyrra Voru 900 börn Á biðlista
Starfsmenn frístundaheimila Reykjavíkurborgar eru að stórum hluta háskólastúdentar sem eru enn að skipuleggja nám sitt og
því ekki búnir að ráða sig í vinnu. Ljósmynd/Hari
Þ etta setur marga foreldra sem þurfa að vinna fullan vinnudag í vanda,“ segir Berglind Ásmundsdóttir,
móðir 7 ára drengs í Grafarvogi, en sonur
hennar er eitt 800 barna sem hefur ekki
fengið inni á frístundaheimili í Reykjavík.
„Auð vitað myndi maður vilja vera með
börnunum sínum eftir skóla en það er ekki
valkostur fyrir marga,“ segir hún. Hlut-
fallslega flest börn eru á biðlista eftir frí-
stundaheimili í Grafarvogi og Berglind
hefur fengið þær upplýsingar að sonur
hennar sé mjög aftarlega á biðlistanum.
Samkvæmt minnisblaði sem lagt var
fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs Reykja-
víkurborgar í vikunni höfðu á þriðjudag
tæplega 4.200 börn verið skráð á frístunda-
heimili í borginni. Af þeim höfðu 3.390
fengið pláss en um 800 eru á biðlista vegna
þess að ekki er enn búið að fullmanna frí-
stundaheimilin.
Frístundaheimili eru starfrækt við alla
grunnskóla Reykjavíkurborgar. Þar er 6 - 9
ára börnum boðið upp á fjölbreytt tóm-
stundastarf eftir að skóladegi lýkur en frí-
stundaheimilin eru opin frá því skóladegi
lýkur og til klukkan korter yfir fimm. 13
-16 börn eru skráð á hvern starfsmann.
Enn á eftir að ráða í um 60 stöðugildi,
það er rúmlega 120 starfsmenn í 50% störf.
Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi
skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborg-
ar, segir að meðal annars séu það háskóla-
stúdentar sem komi til með að manna
þessar stöður. Þeir séu enn að skipuleggja
sitt nám og stundatöflur og því ekki búnir
að ráða sig til vinnu. Börn sem eru í 1.
bekk grunnskólans eru í forgangi inn á frí-
stundaheimilin á meðan þau eru ekki full-
mönnuð.
Í minnisblaðinu kemur fram að ráðning-
ar gangi vel og búast megi við að ráðið hafi
verið í öll störf upp úr miðjum september
eins og undanfarin ár. Hlutfallslega fæst
börn eru á biðlista í Miðborg/Hlíðum. Á
sama tíma árið 2014 voru 900 á biðlista en
þá voru umsóknir færri en nú, eða 3.589.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
800 börn á biðlista
eftir frístundaheimili
sjÁVarútVegur aldrei meiri makríll í íslenskri lögsögu
Styrkir stöðu Íslands í samningaviðræðum
Aldrei hefur mælst meira af mak-
ríl í íslenskri efnahagslögsögu en í
nýloknum sameiginlegum makríl-
leiðangri Færeyinga, Íslendinga,
Norðmanna og Grænlendinga.
Heildarvísitala makríls á svæðinu
sem mælingin náði yfir var metin
um 7,7 milljón tonn, þar af voru tæp
2,9 milljón tonn innan íslenskrar
efnahagslögsögu eða rúm 37% af
heildarvísitölunni. „Enginn vafi er
á að þessi niðurstaða styrkir stöðu
Íslands í komandi samningavið-
ræðum um hlut Íslands í makríl-
veiðum,“ segir í tilkynningu frá at-
vinnuvegaráðuneytinu.
Heildarvísitalan í ár er 1,3 milljón
tonnum lægri en á síðasta ári en þá
var hún sú hæsta síðan rannsókn-
irnar hófust árið 2007. Vísitala mak-
ríls innan íslenskrar lögsögu hefur
hins vegar aldrei verið eins há og í
ár, en síðustu þrjú ár var vísitalan
þar um 1,6 milljón tonn.
Mesta þéttleika makríls var að
finna suður af Íslandi og náði út-
breiðslan þar sunnar en áður hefur
sést. Heildarstærð svæðisins sem
kannað var í ár var lítið eitt stærra
en á síðasta ári en eins og undanfar-
in ár, var aðeins lítill hluti lögsögu
Evrópusambandsins kannaður. - eh
37% makrílstofnsins er innan íslenskrar
lögsögu samkvæmt nýjum mælingum.
Fjórar sýningar að eigin vali
á besta verðinu.
Áskriftarkort
Borgarleikhússins
Vertu með
í vetur!
Miðasala
568 8000 | borgarleikhus.is
TENNIS
er skemmtileg hreyfing
Nú er rétti tíminn til að
panta fastan tíma í tennis.
Eigum nokkra tíma lausa.
Skemmtilegu byrjendanámskeiðin
fyrir fullorðna eru að hefjast.
Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
NÝ SENDING MEÐ
KJÓLUM &
TÚNIKUM
STÆRÐIR 14-28
Túnika
Verð: 7990 kr
PATNAÐU Á CURVY.IS EÐA KOMDU Í
VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFEN 9
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18
OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
ÍSLENSKIR SÓFAR
SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
Með nýrri AquaClean tækni
er nú hægt að hreinsa nánast
alla bletti aðeins með vatni!
Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að
segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.
Áklæði
Basel
Torino
Roma
8 fréttir Helgin 28.-30. ágúst 2015