Fréttatíminn - 28.08.2015, Side 12
Veldu f lot tustu
Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri. Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Skoðaðu úrvalið af flo um DELL tölvum fyrir skólann
á advania.is/skoli, verð frá 69.990 kr.
una
V ið vorum allar búnar að vera hver í sínu horni að hugsa um hversu gaman það væri að geta unnið sjálfstætt og farið dýpra í hlutina sem
við teljum okkur vera mjög góðar í,“ segir Helga Hlín
Hákonardóttir héraðsdómslögmaður sem rekur ráð
gjafarfyrirtækið Strategíu ásamt Guðrúnu Ragnars
dóttur og Svövu Bjarnadóttur. Allar hafa þær áratuga
reynslu af stjórnunarstörfum en ákváðu að fara úr
góðum stöðum hjá stórum fyrirtækjum til þessa að
stofna Strategíu árið 2013.
Nýjar víddir og fjölbreyttari raddir
Strategía sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf, stefnumót
un og stjórnendaþjálfun sem Helga segir vera mikla
þörf fyrir eftir hrun. Sjálf sérhæfir Helga sig í ráðgjöf
til stjórna og fjárfesta, Guðrún sér um stefnumótun
og innleiðingu hennar en sérhæfing Svövu er mark
þjálfun stjórnenda. „Það er greinilega þörf og áhugi
fyrir okkar reynslu. Við finnum það að fyrirtæki eru
tilbúin til að leita úr fyrir sína eigin veggi að sér
fræðingum á þessu sviði. Þetta er í takt við þróunina
erlendis en eftir fjármálakrísuna 2008 hefur mikið
verið rætt um það hver sé besta leiðin til að bæta
stjórnarhætti fyrirtækja. Það þarf að breyta lands
lagi stjórna með því að fá meiri breidd með tilliti til
menntunar og reynslu og bakgrunns fólks almennt.
Kynjakvótinn er líka ein leið til þess. Þetta eru hlutir
sem skipta máli við vandaða ákvörðunartöku og
breyttar samsetningar á stjórnum er hluti af bættum
stjórnarháttum. Við erum enn að læra af hruninu og
að endurhugsa leiðir til að stjórna er hluti af þeim
lærdómi. Það segir sig sjálft að ef þú þarft að svara
spurningum viltu fá sem fjölbreyttastan hóp ráðgjafa
til þess.“
Engin tvö fyrirtæki eru eins
„Fjármálaheimurinn er harður bransi, við sáum heilu
hagkerfin hrynja fyrir ekki svo löngu. Framkvæmda
stjórar eru að átta sig sífellt betur á mikilvægi þess
að hafa tryggt og gott bakland í stjórnum og gott
samstarf við eigendur. Það er mikil vakning í því að
stefna fyrirtækja sé tekin í gegn frá toppi til táar,
hvort sem um er að ræða stjórnarhætti eða nýjar
siðareglur. En svo þarf líka að passa upp á að stefnan
sé raunverulega innleidd,“ segir Helga.
En hvað eru góðir stjórnarhættir?
„Það er nauðsynlegt að skrifa upp landakortið á
Erum enn að læra af hruninu
Eftir hrun hefur mikið verið rætt um nauðsyn
þess að breyta stjórnarháttum fyrirtækja.
Helga Hlín Hákonardóttir héraðsdóms-
lögmaður hafði unnið í fjármálageiranum í
20 ár þegar hún ákvað að stofna Strategiu
ásamt Guðrúnu Ragnarsdóttur og Svövu
Bjarnadóttur, en það er fyrirtæki sem sérhæfir
sig í ráðgjöf til stjórna og fjárfesta. Helga segir
stjórnir fyrirtækja þurfa meiri breidd og að
kynjakvótinn hafi verið nauðsynlegt tæki til
að auka þá breidd. En þar sem konur eigi ekki
peningana á Íslandi sé hlutur þeirra enn mjög
rýr í stjórnum. Strategia verður með ráð-
stefnu í Hörpu þann 10. september þar sem
nokkrir helstu aðila íslenskra fyrirtækja munu
koma saman til að ræða hlutverk og samskipti
eigenda, stjórna og framkvæmdastjóra.
„Ástæðan fyrir því
að konur eru ekki
áberandi í æðstu
stöðunum held ég
að sé sú að þær fara
ekki fyrir eigin fjár-
munum. Við eigum
ekki peningana á
Íslandi,“ segir Helga
Hlín Hákonardóttir.
Helga hefur starfað
á alþjóðlegum
fjármálamarkaði
í 20 ár auk þess
að starfa sem
lögmaður stjórna
ásamt almennum
lögmannsstörfum
fyrir fyrirtæki og
fjárfesta. Hún segir
lög um kynjakvóta
á stjórnir íslenskra
fyrirtækja hafa
verið nauðsynlegt
tæki til þess að fá
enn meiri breidd í
stjórnir fyrirtækja.
fyrirtækinu og flæði ákvarðana. Fram
kvæmdir á rekstrinum þurfa að vera
skýrar, sýnilegar og gegnsæjar fyrir alla
sem að koma og ákvarðanataka þarf að
vera skilvirk. Ég er ekki hrifin af stjórnar
háttum þar sem allar mögulegar og
ómögulegar reglur eru skrifaðar upp og
teknar að einhverri fyrirmynd. Það þarf að
aðlaga og þarfagreina fyrirtæki og stjórn
unina fyrir hvert og eitt fyrirtæki. Menn
eru of mikið í því að búa til stjórnarhætti
að fyrirmynd annarra. Stjórnarhættir eiga
að vera raunverulegt verkfærabox fyrir
stjórnendur og fjárfesta sem nýtast þeim
þegar raunverulega reynir á.“
Konur eiga ekki peningana á Íslandi
Íslendingar eru oftar en ekki með efstu
þjóðum á lista þegar kemur að jafnrétti
kynjanna. Samt sem áður eru konur sjald
séðar í hópi æðstu stjórnenda í atvinnu
lífinu, sem varð til þess að ríkisstjórnin
ákvað að setja lög um kynjakvóta í stjór
num fyrirtækja árið 2013.
Af hverju eru svona fáar konur í stjórn
um fyrirtækja?
„Ég byrjaði í fjármálageiranum 1996,
þegar fjármálamarkaðurinn var að líta
dagsins ljós sem ný atvinnugrein og eftir
spurn eftir fólki var gríðarleg. Það voru
algjör forréttindi fyrir okkur stelpurn
ar að stökkva þarna inn og næla okkur
í stöður því það var ekki þessi saga þar
sem karlarnir voru búnir að planta sér
og ráða til sín úr sínu eigin tengslaneti.
Það var engin slík hefð til staðar. Stelpur
komu því að mörgu leyti mjög sterkar
inn. En ástæðan fyrir því að konur eru
ekki áberandi í æðstu stöðunum held
ég að sé sú að þær fara ekki fyrir eigin
fjármunum. Við eigum ekki peningana
á Íslandi. Þannig að það tekur lengri
tíma fyrir áhrif kvenna í stjórnum að
leiða niður í fyrirtækin. Stjórnirnar ráða
forstjórana og það er nýtt að konur séu
áberandi í stjórnum, það tekur tíma fyrir
markaðinn að bregðist við því og að það
hafi áhrif á ráðningu forstjóranna.“
Kynjakvótinn var nauðsynlegur
Var nauðsynlegt að setja kvóta?
„Þessi umræða um að fjölga konum í
stjórnum var að byrja þegar ég byrjaði
í bransanum. Þá voru allir á einu máli
um að markaðurinn ætti að ráða því en á
þessum 20 árum sem eru liðin frá því að
menn kveiktu á perunni hefur því miður
ekkert gerst. Markaðurinn fékk sitt tæki
færi en það gerðist ekkert. Þess vegna
var kvótinn settur á og ég tel það vera til
góðs á meðan við erum að rétta stöðuna.
Ef við lítum á þær konur sem hafa komist
í gegnum síuna þá sjáum við að þetta eru
sko engir kettlingar. Þetta eru konur með
rosalega flotta og breiða reynslu sem
eiga fullt erindi í sína stöðu og þetta eru
konur sem eru strax farnar að hafa áhrif
á stjórnarhætti. Ég held að við séum öll
sammála um það að það er óþolandi að
þurfa að setja kvóta, en það þurfti og það
hefur haft góð áhrif.“
Stjórnir í tilvistarkreppu
Helga segir ekki hafa verið mikla hefð
fyrir því fyrir hrun að stjórnendur, sem
oft á tíðum voru of einangraðir í sinni
ákvarðanatöku og stefnumótun, litu til
stjórna eftir stuðningi og rýni á forstjór
ann. En að í dag hafi sú krafa komið upp
að hlutverk hvers og eins sé betur skil
greint. Strategia verður með ráðstefnu
í Hörpu þann 10. september þar sem
nokkrir helstu aðilar íslenskra fyrirtækja
munu koma saman til að ræða hlutverk
og samskipti eigenda, stjórna og fram
kvæmdastjóra.
„Margar stjórnir eru í tilvistarkreppu
vegna þess að hlutafélagalöggjöf á Ís
landi er því miður komin til ára sinna og
vegna þess að hún er mjög lítið fókuseruð
á að skilgreina hlutverk stjórna,“ segir
Helga. „Á ráðstefnunni ætlum við að fá
mismunandi sjónarhorn þessara þriggja
hópa á hvernig þeir líta á sitt hlutverk, þ.e
forstjórinn, stjórnin og fjárfestarnir. Allir
hafa sitt hlutverk en það er ekki víst að all
ir hafi sömu myndina af því og við ætlum
að koma þeirri umræðu upp á yfirborðið.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Sjá einnig næstu opnu
12 fréttaviðtal Helgin 28.-30. ágúst 2015