Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Page 14

Fréttatíminn - 28.08.2015, Page 14
Samtal á afmælisári50 Í tilefni af 50 ára afmæli stendur Landsvirkjun fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Allir velkomnir! Hönnun, áhrif og afturkræfni í orkulandslagi Hvernig mótar orku- vinnsla umhverfið? Fimmtudagur 3. september kl. 13:30-16:30 Hilton Reykjavík Nordica Stórum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilegt rask þar sem sjónræn áhrif geta orðið umtalsverð. Landsvirkjun býður í samstarfi við Félag íslenskra landslags- arkitekta til opins fundar um hvernig skapa má jafnvægi milli landslags, land- mótunar og orkunýtingar. Skráning á fundinn og bein útsending á landsvirkjun.is Áhrif mannsins á landslag Stefán Pálsson sagnfræðingur. Vatnsafl og arkitektúr Steinþór Kári Kárason, arkitekt FAÍ og prófessor við Listaháskóla Íslands. Eru virkjanamannvirki afturkræf? Rut Kristinsdóttir, sviðsstjóri umhverfismats Skipulagsstofnunar, og Ólafur Páll Jónsson heimspekingur. Sjónræn áhrif við aðlögun framkvæmda að landslagi - hvað þýðir það? Helena Guttormsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landmótun. Hönnun á orkuvinnslusvæðum Gavin Lister, landslagsarkitekt frá Nýja Sjálandi og stofnandi Isthmus, landslagsarkitektastofu. Erindið verður flutt á ensku. Pallborð og umræður Samantekt Björk Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA, Landsvirkjun, og Hermann Georg Gunnlaugsson, formaður Félags íslenskra landslagsarkitekta. Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.  KynjaKvótar í stjórnum fyrirtæKja Heimild: Konur og karlar í forystu atvinnulífsins. Skýrslan unnin sumar 2015 fyrir hönd MARK Mið- stöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna við félagsvísindasvið Háskóla íslands af Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, Laufeyju Axelsdóttur, Sunnu Diðriksdóttur og Þorgerði Einarsdóttur. Lögin um kynjakvóta hér á landi eru til- tölulega ný og þar af leiðandi liggur ekki mikið fyrir af rannsóknum sem greina frá því hvað áunnist hafi með lögunum frá setningu þeirra. Guðbjörg Linda Rafns- dóttir, einn höfunda skýrslunnar „Konur og karlar í forystu atvinnulífsins“ sem gefin var út í sumar af Háskóla Íslands, segir að í fyrirtækjunum sem falla undir nýju kynjakvótalögin (50 manns eða fleiri í starfi) séum við svo gott sem búin að ná kynjajafnrétti í stjórnum en það hafi því miður ekki haft áhrif til fjölgunar kvenna í fyrirtækjum sem falla utan laganna, þ.e þar sem starfa 50 manns eða færri, sem eru 98% fyrirtækja á Íslandi. „Kynja- kvótalögin hafa ekki enn heldur haft smitáhrif í framkvæmdastjórnir, fjölda kvenforstjóra eða yfirmanna,“ segir Guð- björg. „Við vitum ekki hvað mun gerast í þessum málum á næstu árum en Norð- menn hafa haft sömu lög frá því 2008 og þeir sjá ekki heldur nein smitáhrif núna 7 árum síðar. Lögin hafa þannig haft áhrif þar sem þau eiga við en við sjáum engin smitáhrif.“ Í lögum er kveðið á um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga þar sem starfa fleiri en 50 starfs- menn að jafnaði á ársgrundvelli. Konur voru, í lok árs 2014, tæplega 26% stjórnarmanna allra fyrirtækja og 22% framkvæmdastjóra. Þetta mynstur snýst við þegar einungis eru skoðuð stærstu fyrir- tækin (250 starfsmenn eða fleiri). Í þeim fyrirtækjum eru konur 39% í stjórnum, en þær eru einungis 8% framkvæmdastjóra. 98% fyrirtækja er þó með færri en 50 starfsmenn. 62% kvenna telja kynjakvóta góða leið en 23% karla Dæmigerður æðsti stjórnandi á Íslandi 49,6 ára Hann er með framhaldsnám á háskólastigi, gjarnan á sviði viðskipta- eða hagfræði. Hann er giftur eða sambúð, á að meðaltali þrjú börn eða fleiri og vinnur um 51-60 klst. á viku. 44,9 ára Hún er með framhaldsnám á háskólastigi og gjarnan á sviði viðskipta- eða hagfræði. Hún er gift eða í sambúð, á að meðaltali tvö börn og vinnur um 41-50 klst. á viku. Stjórnarmenn Framkvæmdastjórar Stjórnendur fyrirtækja (50 manns eða færri) í lok árs 2014 26% 74% 22% 78% Kynjakvótar Sammála eða ósammála þeirri staðhæfingu að lög um lágmark 40% hvors kyns í stjórnum fyrirtækja sé heppileg leið til þess að ná fram kynjajafnvægi í framkvæmdastjórn félaga. 62% sammála 15 % ósammála 24% hvorki né 23% sammála 55 % ósammála 25 % ósammála Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.