Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Side 24

Fréttatíminn - 28.08.2015, Side 24
É g er ættuð úr Ytri-Fagradal en ætlaði samt aldrei að verða bóndi. Ég bara dagaði hérna uppi eins og hvert annað nátttröll,“ segir Halla Sigríður Steinólfs- dóttir bóndi á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. „Við Guðmundur, maðurinn minn, bjuggum í Reykjavík en komum hingað í langt sum- arfrí þegar mamma var veik. Á sama tíma fór fyrirtækið sem ég vann hjá á hausinn svo það var ekkert lengur að sækja í Reykjavík. Við keyptum hálfa jörðina af foreldrum mínum sem voru sauðfjárbændur og svo hinn helm- inginn nokkru síðar og allt í einu var ég orðin bóndi, alveg óvart,“ segir Halla og hlær. „Þetta var nú aldrei planið.“ Finnst frosið kjöt í plastpokum ekki girnilegt Síðan þá eru liðin 14 ár og í dag eiga þau hjónin 500 rollur, sem ganga um Fagradal en fá lífrænt hey yfir veturinn, auk þess sem þau stunda býflugnarækt og dúntekju í fjörunni og eyjunum sem tilheyra bænum. Sláturlömbun- um beita þau á hvönn. „Mér finnst lambakjötið okkar alls ekki vera metið að verðleikum. Hingað koma tugir þúsunda ferðamanna sem vilja fá eitthvað einstakt en við kunnum ekki að bjóða upp á það. Er ekki skrítið að hér skuli safnast upp kjötfjall með alla þessir ferða- menn? Af hverju eru þeir ekki að borða þetta kjöt,“ spyr Halla sem velti þessu mikið fyrir sér þegar hún hóf búskap. „Svo finnst mér kjötinu heldur ekki vera sýnd næg virðing í búðunum, það liggur bara í plastpokum í frystikistum. Það finnst mér ekki girnilegt,“ segir Halla sem ákvað að prófa eitthvað nýtt því hún vildi gefa kjötinu sínu sérstöðu. Lömbin alin á hvönn „Ég sigldi kindunum með lömbin sín upp- haflega út í eyju hér á Breiðafirði en það varð of kostnaðarsamt svo ég hætti því. Í dag er ég með afgirtan blett hér á landinu sem er fullur af hvönn þar sem ég set lömbin sem eiga að fara í slátrun það haustið,“ segir Halla en lömbin eru víst alveg vitlaus í hvönnina og éta hana nær eingöngu. „Það trúir auðvitað eng- inn einhverri kerlingu og karli uppi í sveit svo Listskautaskóli Bjarnarins í Egilshöll UPPLÝSINGAR VEITA: Kristrún Elva Jónsdóttir, gjaldkeri s: 849-6746 LIÐLEIKI, TÆKNI, ÞOL, STYRKUR, TÚLKUN OG SAMHÆFING SKRÁNING: www.bjorninn.com/list STUNDATAFLA MÁNUDAGAR Svell 17:20 – 17:55 og LAUGARDAGAR Svell 12:20 – 13:00 Afís/leikmi 11:30 - 12:05 Kennt í litlum hópum og skipt er eftir getu og aldri. Námskeiðinu lýkur með jólasýningu fyrir NÝTT 14 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 5. SEPTEMBER fyrir stráka og stelpur 5 - 11 ára og 12 ára og eldri Frír prufutími! Verð 36.500 kr. Afís/leikmi 18:10 – 18:45 Nafn: Halla Sigríður Steinólfs- dóttir. Aldur og fyrri störf: 51 árs. Ég hef unnið sem kjötmatsmaður í sláturhúsi en þegar ég bjó í Reykjavík vann ég sem “viðbjóður” þ.e. Sölumaður í timursölu Sam- bandsins á Krók- hálsi. Draumaferða- lagið: Ég á eftir að skoða helling á Íslandi en mig dreymir líka um að fara til Kanada og Ástralíu. Ég treysti á býflugurnar og dúninn frekar en sauðkindina í þessum efnum. Besti matur: Það sést á mér að mér finnst voða gott að borða. Ég held að uppáhalds- maturinn minn sé hnetusteik, en hana borða ég á jólunum. Versti matur: Hrafnsegg eru algjör viðbjóður. ég gerði hávísindalega könnun á bragðinu á kjötinu í samstarfi við Matís, Landbúnaðarháskólann og Búnaðarsamband Vesturlands árið 2007. Niðurstaðan eftir blindandi smakkpróf var mjög skemmtileg því fólk fann mjög afgerandi annað bragð af dýrunum sem höfðu verið alin á hvönn.“ Kynntist lífrænum lífstíl Stuttu eftir að hjónin eignuðust jörðina fóru þau að velta fyrir sér lífrænni ræktun. „Sjálf hef ég að- hyllst lífrænan lífstíl frá því ég bjó austur á Héraði og komst í kynni við Eymund hjá Móður jörð. Okkur langaði til að henda okkur út í þetta árið 2003 en höfðum ekki aðstæður til þess því í lífrænni ræktun þarf maður helmingi meira af túnum en ella því þú notar engan eitraðan áburð, og svo þarf líka stærri hús. Ríkið gerði þá ekkert til að koma til móts við bændur sem fara í lífræna ræktun og á þeim tíma greiddi ekk- ert sláturhús hærra verð fyrir líf- rænt kjöt. Árið 2010 kom svo annað hljóð í strokkinn. Þá var gert ráð fyrir styrkjum til bænda sem vildu fara í lífræna aðlögun og þáverandi framkvæmdastjóri sláturhússins á Blönduósi hafði mikla trú á lífrænu lambakjöti og greiddi 20% hærra verð fyrir það. Þá var loks kominn grundvöllur fyrir því að við færum út í þetta svo við ákváðum að gera það.“ Ódýr matur er dýr blekking Halla segir viljann til að efla lífræna ræktun á Íslandi því miður hverf- andi aftur. Engir styrkir séu veittir til bænda sem kjósa að breyta búi sínu til lífrænnar ræktunar og eini vottaði sláturleyfishafinn fyrir lífrænu kjöti, SAH afurðir á Blönduósi, hafi nú hætt að greiða bændum hærra verð fyrir lífrænt kjöt. Ástæðuna segja forsvars- menn sláturhússins vera þá að ís- lenskir neytendur hafi ekki áhuga á lífrænu kjöti og því muni lífræna hvannarlambið enda í sama flokki og hvert annað kjöt. „Þetta er auð- vitað mjög miður,“ segir Halla sem selur stóran hluta hvannarlambsins sjálf í gegnum Beint frá býli. „Fyrst að sláturhúsið getur ekki selt kjötið mitt á hærra verði en annað kjöt til íslenskra neytenda þá verð ég bara að fara á erlendan markað. Ég hef fulla trú á því að útlendingar borgi hærra verð fyrir svona gæðavöru. Og reyndar held ég að allt íslenskt lambakjöt seldist betur erlendis fengi það lífræna vottun. Þar eru neytendur mun meðvitaðari um muninn á þessu tvennu en hér heima. Sjálf er ég fyrir svo löngu síðan búin að átta mig á því að ódýr matur er dýr blekking.“ Halla hefur samt engan veginn gefist upp þótt stjórnvöld séu henni ekki sammála um kosti líf- rænnar ræktunar. „Alls ekki, því mér finnst þetta ennþá skemmti- legt og þreytist seint á að breiða út þetta fagnaðarerindi sem lífræn ræktun er. Ég er vön því að sigla á móti straumnum og tala fyrir því sem ég veit í hjarta mínu og finn í skrokknum mínum að er rétt.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 24 viðtal Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.