Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 28

Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 28
Ég áttaði mig svo á því fyrir tæpum tveimur árum að það væri eitthvað mikið að hjá mér. Ég var búinn að klúðra öllum tækifær- um sem ég hafði fengið. Búinn að klúðra öllum samböndum sem ég hafði stofnað til, og fjölskyldan var hætt að nenna að tala við mig. PARÍS flug f rá 12.999 kr. AMSTERDAM flug f rá 12.999 kr. DUBLIN flug f rá 12.999 kr. BOSTON flug f rá 15.999 kr. BERLÍN flug f rá 9.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ÞÚ GETUR FLOGIÐ! Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! september - 14. des . 2015 október - 15. des . 2015 október - 15. des . 2015 16. september - 15. des . 2015 október - 15. des . 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * Ég veit ekki hvort það er ennþá þannig í dag. Þarna var ég bara ís- lenski gaurinn. Þegar ég flutti svo heim var ég fyrst um sinn norski gaurinn.“ Hélt að ég væri „hinn sérstaki“ Þórir var duglegur að taka þátt í félagsstarfi í menntaskólanum og gerði töluvert af því að setja upp revíur sem var Norðmanna siður. Leikform sem ekki hefur verið sett mikið upp á Íslandi í seinni tíð. „Það mætti gera meira af revíum á Ís- landi því þetta er svo opið listform,“ segir Þórir. „Á lokaárinu var ég revíustjóri þar sem við settum upp sýningu sem enn er talað um því hún var mjög gróf,“ segir Þórir. „Við vorum með djarfan klæðnað og djarfar athafnir í sýningunni sem Norðmenn voru kannski ekki vanir. Allavega ekki í skólanum mínum. Ég útskrifast svo úr skólanum með ágætis einkunnir og fer í leiklistar- prufur í norska leiklistarskólann. Mér finnst það ennþá óskiljanlegt að ég hafi komist þar inn,“ segir Þórir. „Það voru 700 manns sem sóttu um og átta teknir inn. Mjög strangt inntökuferli og mikið álag og ég hafði enga trú á því að ég kæmist þarna inn. Kannski er það ein af ástæðunum fyrir því að ég komst inn,“ segir hann. „Mér fannst sturl- að að komast í gegnum hverja síuna á fætur annarri. Ég var bara 19 ára og ætlaði bara að vinna á bar og fara til Indlands og finna mig, eins og svo margir unglingar hugsa. En svo komst ég bara inn,“ segir hann. „Seinna meir áttaði ég mig á að það var kannski ekki svo gott að komast inn svona ungur.“ Hvernig þá? „Það varð bara einhver egó- sprengja,“ segir Þórir. „Sem hefur tekið mig langan tíma að greiða úr. Ég hafði ekki áttað mig á því að ég hefði verið svona ofboðslega hrokafullur og lítill efasemdarmaður um eigið ágæti,“ segir hann. „Ég var fyrsti útlendingurinn sem komst inn í skólann og yngsti nemandinn frá upphafi. Ég byrjaði þetta nám með þá hugsun að ég væri Jose Mour- inho leiklistarinnar. The Special One,“ segir Þórir. Það er ekki nóg að hafa hæfi- leikana „Ég rak mig samt ekki mikið á í skólanum því þetta er svo ofboðs- lega skemmtilegt nám,“ segir Þórir. „Ég er ekkert að gera lítið úr leik- listarskólanum hér heima, en ég áttaði mig á því seinna hvað það er ótrúlega mikið lagt í leiklistarnám í Noregi. Enda er næstmestum fjár- munum varið í leiklistarnema af norska ríkinu. Næst á eftir orrustu- flugnámi norska hersins,“ segir hann. „Þetta var mjög krefjandi og erfitt, en um leið alveg ótrúlega gaman. Langir dagar. Margar upp- færslur og ótrúlegur tími og mýtan um alla allsbera saman í sturtu í leiklistarnámi. Það er allt saman satt og rétt,“ segir hann. „Ég fór í svaka uppreisn á tíma- bili því ég fékk nóg af því að það væri verið að krukka í mér. Maður var brotinn niður og byggður upp sitt á hvað. Ég skil það samt allt í dag, en þetta er töff að ganga í gegnum. Ég var ungur og ör,“ segir Þórir. „Það sem var kannski erfiðast var að læra að tala norsku nánast upp á nýtt. Maður lærir að tala upp á nýtt í leiklistarnámi og í norsku leikhúsi þarf maður að kunna sérstaka tegund af norsk- unni,“ segir hann. „Norðmenn eru með einhverja tugi mállýska og eru stoltir af hverri og einni. Þess vegna finnst mér bagaleg þróun hjá ungu fólki á Íslandi í dag að það tala allir eins. Hvort sem þeir eru að norðan eða sunnan. Við þurfum að viðhalda okkar litlu mállýskum,“ segir Þórir. Eftir námið fer Þórir strax að leika, fékk hlutverk hjá leikhús- unum í Noregi og ferðaðist um allt land með leiksýningar í nokkur ár. Hann fékk svo hlutverk Makka hnífs í Túskildingsóperunni hjá Ríkisleikhúsinu í Noregi, sem var stór rulla og Þórir vakti athygli fyrir. „Ég var ekki nema 25 ára þegar ég fékk þetta hlutverk Makka hnífs,“ segir Þórir. „Í dag er þetta hlutverk eiginlega drauma- hlutverkið mitt og ég væri mjög til í að leika hann eftir svona fimm ár. Maður þarf vigt í Makkann. Það er ekki nóg að hafa hæfileikana, því þeir eru ekki allt. Maður þarf að hafa upplifað ákveðna hluti til þess að gefa þeim vigt,“ segir hann. Náði botninum eftir Mary Poppins Eftir nokkur ár á norskum leik- sviðum bankaði heimþráin á dyrnar og Þórir ákvað að halda heim til Ís- lands. Hann segir að það hafi hjálp- að honum að hafa reynsluna frá Noregi til að fá hlutverk hér heima. Hann er ekki viss um að hann hefði fengið nokkuð að gera ef hann hefði komið heim strax eftir námið. „Íslendingar eru alltaf hrifnir af því að einhverjum hafi gengið vel erlendis,“ segir Þórir. „Ég var bæði heppinn og örugg- lega ágætur leikari því ég gat farið á fund leikhússtjóranna með eitt- hvað í höndunum. Ég kom heim ansi öruggur með mig og ennþá með sama hrokann og yfirlætið og ég var með í leiklistarskólanum,“ segir Þórir. „Ég fékk samning hjá Þjóðleikhúsinu og fékk þar viðvör- un á tímabilinu, þar sem samstarfs- fólk mitt var hreinlega að kvarta undan mér. Ég vissi allt betur en aðrir og fannst íslenskt leikhús ekki eins og norskt. Ég tók þetta ekkert til mín og hélt bara áfram þangað til að ég vara bara hreinlega látinn fara,“ segir hann. „Það var auðvitað áfall en samt ekki nógu mikið til þess að hrista mig. Ég fór bara í fýlu. Ég gerði eina sýningu í Tjarnarbíói og þaðan fór ég í Borgarleikhúsið. Þar reyndi ég allt sem ég gat að vera ekki fávitinn sem ég hafði verið áður,“ segir Þórir. „Ég áttaði mig svo á því fyrir tæpum tveimur árum að það væri eitthvað mikið að hjá mér. Ég var búinn að klúðra öllum tæki- færum sem ég hafði fengið. Búinn að klúðra öllum samböndum sem „Mér fannst sturlað að komast í gegnum hverja síuna á fætur annarri. Ég var bara 19 ára og ætlaði bara að vinna á bar og fara til Indlands og finna mig, eins og svo margir unglingar hugsa. En svo komst ég bara inn.“ Ljósmynd/Hari 28 viðtal Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.