Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 34
34 bílar Helgin 28.-30. ágúst 2015
ReynsluakstuR Renault kadjaR
Kadjar er kominn til að vera
Nýjasta útspil Renault er hinn fallegi Kadjar, rúmgóður og
fjölskylduvænn sportjeppi sem á eftir að veita sambærilegum
bílum harða samkeppni.
R enault Kadjar er nýjasti bíll-inn frá Renault. Hann hefur jafnvel verið kallaður bróð-
urbíll hins vinsæla Nissan Qashqai
vegna þess hversu líkir þeir eru en
þeir deila einnig ýmsum búnaði.
Kadjar á reyndar fleiri bræður, Ren-
ault kallar hann stóra bróður Captur
sem einnig hefur notið mikilla vin-
sælda og þeir sem þekkja til þessara
bræðra geta því rétt ímyndað sér að
Kadjar er ansi vel heppnaður. Þau
eru orðin þó nokkur árin síðan Ren-
ault kynnti jepplinginn Koleos til
sögunnar en hann er nú flestum gleymdur,
jafnvel þó Renault og Nissan hafi líka unnið
saman að honum. En Kadjar er kominn til að
vera. Það er ég sannfærð um.
Aðeins eru tvær vikur síðan Kadjar var
kynntur hjá B&L og ég reynsluók því ein-
um af fyrstu bílunum sem komu til landsins,
fjórhjóladrifnum Kadjar Expression dísilbíl.
Og fólk er greinilega vel með á nótunum því
einn nágranni minn spurði spenntur: „Er
þetta þessi nýi?“ og tveir ökumenn nánast
sneru sig úr hálsliðnum við að horfa á bíl-
inn á Hringbrautinni snemma á þriðjudags-
morgni. Ég tók líka smá rúnt út í mölina
þar sem bíllinn stóð sig með prýði og það
er mjög skemmtilegt að fylgjast myndrænt
með því í mælaborðinu hvernig bíllinn skipt-
ir sjálfkrafa milli framhjóla- og fjórhjóladrifs
eftir að hann hefur verið settur á þá stillingu
með því að snúa einum takka.
Kadjar er mjög fallegur og vel hannaður,
eins og reyndar flest frá Renault. Hann er
einstaklega aðgengilegur og gott að keyra
hann. Hvort fólk ætti að velja Kadjar eða
Quashqai er held ég bara smekksatriði. Sjálf
er ég Nissan-eigandi en gæti vel hugsað mér
að keyra Kadjar daglega. Farangursýmið er
stærra en á Quashqai og kann ég sérstak-
lega vel að meta falskan botn í skottinu sem
hægt er að nota til að skipta upp rýminu.
Ljósmyndari Fréttatímans sá nákvæmlega
ekkert gagnlegt við þetta en ég sagði hon-
um að þetta nýttist til að mynda til að halda
innkaupapokum uppréttum. Nei, mér finnst
ekki nóg að hafa bara einhverja litla snaga í
skottinu fyrir troðfulla innkaupapoka.
Bílinn er annars búinn helstu þægindum,
er með ISOFIX bílstólafestingar, hæðarstill-
anlegt sæti fyrir ökumann (sem er gott fyrir
lágvaxnar konur), aðgerðarstýri og rafdrifna
handbremsu. Expression er einnig með til
að mynda fjarlægðarvara að aftan, lyklalaust
aðgengi og dökkar rúður að aftan, og svo
bætist enn meira við í Dynamic- og BOSE-
týpunum. Allir bílarnir sem fást hér eru dís-
ilbílar, ýmist framhjóla eða fjórhjóladrifnir.
Þetta er fínasti bíll og við eigum án efa
eftir að sjá mikið af honum á götum landsins
áður en langt um líður.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Renault
kadjaR
Expression 4wd
dísil
130 hestöfl
Tog 320/1750
4,9 l/100 í blönd-
uðum akstri
129 Co2 g/km
Farangursrými
472-1478
10,5 sek 0-100 km/
klst
Lengd 4449 mm
Breidd 1836 mm
Verð frá 3.990.000
kr
Farangursrýmið er með tvöfaldan botn og er hægt að nota þann efri til að skipta upp rýminu svo farangurinn sé ekki á fleygiferð.
Kadjar er nýjasti bíll Reunault, hann vekur athygli á götum og á eflaust eftir að höfða til margra sem eru í sportjeppahug-
leiðingum. Ljósmyndir/Hari
Gæði fara aldrei úr tísku
Hitastýrð
blöndunartæki
Stílhrein og
vönduð
TÍMARITIÐ FERÐAVAGN
Troðfullt af skemmtilegu og fræðandi efni
Gagnlegar
græjur bls 6
Skreytingar
fellihýsa bls 26
Adria Aviva söluhæsta
hjólhýsið bls 24
Náttúruperla
Rauða-
sandur
Grillum og
tjúttum bls 39
Austurland
úttekt tjalda.is
Vetrarundirbúningur
ferðavagna
Ný og fersk
Bolla
+
Heimsókn á tjaldstæðið
Húsafelli
Tischer pallhýsin
skoðuð
Listi yfir öll helstu
tjaldsvæði landsins
Nr 2 Ágúst 2015 – Verð kr. 1.990,-
ISSN 2298-7223
9 772298 722001
Sparaðu þér 25% af verði blaðsins og fáðu það sent heim
Skráðu þig núna á vagn.is eða hringdu í síma 824 8070
Perspi
Guard
Bakteríusápa
og svitastoppari
Dreifing: Ýmus ehf
Fæst í apótekum
Til meðhöndlunar á
lyktarvandamálum
vegna ofsvitnunar.