Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 52
Riga í Lettlandi
10–13. október 2015
Nokkur sæti eftir
Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast
saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn
sjarma og hefðbundin nútimaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er
menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með
allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna
eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Þá er
næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda
fólks víða að.
Verð frá 96.900.-
Innifalið
Flug frá Keflavík og Akureyri, fjögurra stjörnu hótel á besta stað með
morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.
588-8900
Transatlantic.is
T ónlistin í Baldursbrá byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, hvort tveggja rímnalögum og
þulum, en þar bregður einnig fyrir
rappi og fjörlegum dönsum. Með hlut-
verk í sýningunni fara þeir Jón Svavar
Jósefsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Davíð
Ólafsson ásamt Fjólu Nikulásdóttur
sem leikur sjálfa Baldursbrá. „Nú eru
æfingar alla daga og allt að smella,“
segir Fjóla.
„Þetta er ævintýraópera í róman-
tískum stíl. Tónlistin er blanda af
íslenskri tónlistararfleið í bland við
nútímatónlist. Sagan er um blómið
Baldursbrá sem býr í lautu og er ánægð
með sitt,“ segir Fjóla. „Svo hittir hún
spakan Spóa sem finnst agalegt að hún
hafi aldrei séð neitt annað en þessa
laut. Hann fer til prestsins sem hjálpar
honum að grafa hana upp svo þeir geti
sýnt henni sólarlagið. Auðvitað er svo
litla næringu fyrir Baldursbrá að fá án
rótanna og hún byrjar að veslast upp og
hún lendir í hrút og yrðlingum og þetta
er allt mjög náttúrutengt“, segir Fjóla.
„Lítil saga um náttúruna sem endar nú
samt vel.“
Fjóla lauk mastersnámi í óperu-
söng í Vínarborg í sumar og er komin
heim. Hún segir það mjög krefjandi og
skemmtilegt að fá að syngja íslenska
óperu. „Ég starfa sem söngkona og
stýri tveimur kórum, segir hún. Ég er
með Hljómfélagið, sem er kór sem ég
stofnaði og svo stýri ég Skátakórnum.
Svo kenni ég á morgnana á milli þess
sem ég syng. Ég var hjá Diddú hjá söng-
skóla Sigurðar Demetz áður en ég fór
út.“
Óperan Baldursbrá er sýnd daglega
í Norðurljósasal Hörpu frá laugardeg-
inum til þriðjudagsins 31. ágúst. „Fram-
undan er svo bara að koma kórunum
mínum af stað fyrir veturinn og undir-
búa upptökur með Scola Cantorum í
október og ferð til Sviss í nóvember, svo
það er nóg að gera. Það er mjög gaman
að syngja Baldursbrá og hópurinn er
mjög góður. Þetta er mjög flott verk og
það er ekki á hverjum degi sem það eru
íslensk óperuverk í boði,“ segir Fjóla
Nikulásdótir söngkona.
Upplýsingar um miðasölu má finna á
www.harpa.is
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Reggígoðsögn
kemur til landsins
TónlisT ReggídaguR í gamla bíó
Reggílistamaðurinn Rocky Dawuni,
er væntanlegur til landsins og mun
halda tónleika ásamt hljómsveit
sinni í Gamla bíói á sunnudaginn,
30. ágúst.
Rocky er talsmaður margra
mannúðarsamtaka eins og UNICEF
og Carter Center og hefur m.a. leitt
verkefni stofnað af Hillary Clin-
ton á vegum Sameinuðu Þjóðanna
með leikkonunni Juliu Roberts og
fleirum, sem snýr að því að bæta
eldunaraðstöðu fólks í Afríku, en
yfir tvær milljónir manna látast á
hverju ári út af slæmri eldunarað-
stöðu. Rocky hefur deilt sviði með
stjörnum eins og Stevie Wonder,
Peter Gabriel, Bono, Jason Mraz og
fleirum og hefur CNN sett hann á
lista yfir 10 bestu tónlistarmenn frá
Afríku.
Einnig hefur tónlist hans hljómað
í sjónvarpsþáttunum ER, Weeds og
Dexter sem og í tölvuleikjum FIFA.
Í tilefni af komu Rocky Dawuni
ætlar Gamla bíó að efna til reggí-
dags 30. ágúst sem mun hefjast á
fjölskyldutónleikum kl. 15.00, þar
sem vinsælasta reggíhljómsveit Ís-
lands, AmabAdamA, mun spila en
hún mun líka stíga á svið kl. 21.00,
áður en Rocky Dawuni og hljóm-
sveit hefja leik.
Frítt er inn á fjölskyldutónleikana
fyrir 10 ára og yngri en 1.000 kr. fyr-
ir aðra.
Allar nánari upplýsingar má finna
á www.gamlabio.is -hf
TónlisT balduRsbRá eR ný íslensk ópeRa í HöRpu
Íslensk ævintýra-
ópera í róman-
tískum stíl
Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guð-
mundsson verður frumflutt á sviði í Norðurljósasal Hörpu á laugar-
daginn. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumarið 2014 og var
tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst íslenskra barnasöng-
leikja. Uppsetningin nú er samstarfsverkefni Litla óperukompanísins,
Íslensku óperunnar og Hörpu. Með aðalhlutverkið fer söngkonan Fjóla
Nikulásdóttir, sem flutti heim nýverið eftir nám í Austurríki.
Fjóla Nikulás-
dóttir ásamt
meðleik-
urum sínum
í óperunni
Baldursbrá
sem frumflutt
verður í Hörpu
um helgina.
Ljósmynd/Hari
52 menning Helgin 28.-30. ágúst 2015