Dagrenning - 01.06.1953, Side 3
DAGRENNING
3. TOLUBLAÐ
8. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
JÚNÍ 1953
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavik. Sími 1196
í þessu hefti átti að koma ýtarleg grein, sem ég hefi alllengi safnað
efni til, um hina nýju „drottningu í ísrael,“ Elísabetu II. í tilefni af krýn-
ingu hennar 2. júní s.l. Af þessu gat þó elcki orðið af ýmsum ástæðum sem
hér verða ekki raktar nánar. Greinin mun koma í næsta hefti Dagrenn-
ingar. Stórlega er það einnig athyglisvert, að nálega samtímis og hin
nýja „drottning í ísrael“ er krýnd á Bretlandi og ber nafn þeirrar for-
móður sinnar, sem grundvallaði breska heimsveldið, voru annari „prins-
essu í ísrael“ veitt rikiserfðaréttindi. Er þar átt við Margrétu prinsessu
í Danmörku, sem með hinni nýju stjórnarskrá þar i landi verður nú ríkis-
arfi Dana. Athyglisverðast er þó e. t. v. það, að þessi nýja krónprinsessa
Danmerkur ber einnig nafn þeirrar norrænu drottningar, sem á sínum
tíma sameinaði öll Norðurlönd undir eina stjórn; þótt sú sameining stæði
ekki lengi.
Vel mætti svo fara að það félli í skaut hinnar ungu „prinsessu í ísraeV'
að fullkomna nú það verk nöfnu sinnar, þótt á öðrum grundvelli verði,
enda við allt aðrar aðstæður. —
ísraelsmenn hinir fornu munu fyrstir allra þjóða hafa tekið í lög jafn-
rétti kvenna við karlmenn, og erfðu konur þar veg og völd fjölskyldu sinn-
ar og jafnvel þjóðfélagsaðstöðu til jafns við karlmenn. Er því vel, að
Danir hafa nú snúið inn á þá braut á ný, en Danir eru sú hinna norrænu
þjóða, sem mestum áhrifum hafa orðið fyrir frá hinum fornu Húnum,
sem settust að á norðurströnd Þýzkalands og í Austur-Þýzkalandi og
eru enn í dag kjarninn í Prússum.
Margt bendir til að þessar tvær ungu konur — Elísabet Bretadrottn-
ing og Margrét Danmerkurprinsessa — eigi eftir að koma allmjög við
sögu næstu áratugina, þegar sameining „Israels“ í eitt ríkjasamband
verður fullkomnað, en það tímabil hefst svo öllum verði augljóst upp úr
2 0. á g úst 1 9 5 3.
J. G.
DAGRENNING 1