Dagrenning - 01.06.1953, Side 4

Dagrenning - 01.06.1953, Side 4
JÓNAS GUÐMUNDSSON: JLrístíleg þjóðfylkm: Svo hefir nú skipazt, sem síst var fyrir- hugað, að ég hefi tekið sæti á lista eins stjórn- nrálaflokksins í Reykjavík, — hins nýstofnaða Lýðveldisflokks. Mér þykir rétt að gera hér nokkra grein fyrir þessu tiltæki, sem að líkindum kemur ýmsum lesendum Dagrenningar nokkuð á óvart. Eins og öllum þeim er kunnugt sem Dag- renningu hafa lesið undanfarin ár, er annar höfuðtilgangur hennar sá, að ræða heims- pólitík og stjórnmálaviðhorf út frá sjónar- miði kristindómsins og spádómum Biblíunn- ar. Sú skoðun hefir meir og meir fest rætur hjá mér eftir því sem árin hafa liðið, að ein mesta og hættulegasta villukenning, sem nú er boðuð,sé sú að greina beri sundurstjómmál og kristindóm. Sé það gert, og trúin lokuð þannig niðri í skríni eða skúffu og aðeins tek- in upp á helgum eða stórhátíðum, fer svo, að þjóðfélögin sýkjast af margskonar ný- heiðni, sem menn kalla ýmsurn fallegum nöfnum, en sem sýkir þjóðlífið og slítur smátt og smátt í sundur allt samband rnilli mannanna og Guðs, en það er einmitt lífs- nauðsyn að það samband sé styrkt og eflt svo að menn séu sér þess meðvitandi í dag- legu lífi, að það samband sé til og menn geti á það treyst. Fyrir löngu er nú svo komið hér á landi, að kristin trú og kröfur hennar og boðskap- ur er útlægt gert úr stjórnmálalífinu. Frum- reglur kristindómsins eru daglega þverbrotn- ar í stjórnmálaheiminum og nægir þar, — til þess að sleppa við lengra mál, — að minna á boðorðið: Þú skalt ekki ljúga/ Lýgi, svik blekkingar og persónulegur og pólitískur óhróður um andstæðingana er nú orðið svo daglegt brauð á stjómmálasviðinu, að eng- inn kippir sér lengur upp við það þótt logið sé og rangfært og loforð gefin, sem aldrei er ætlað að efna. Stjórnmálamenn og stjórnmálablöð hafa þannig forustu urn að brjóta niður siðferðis og réttlætiskennd þjóðfélagsþegnanna og gera þá að varmennum, lygurum og svikur- urn, sem einskis svífast ef þeir sjá hylla und- ir stundarhagnað, valdaaðstöðu eða fjámiuni. Löggjöfin verður ranglát og öll framkvæmd hennar enn ranglátari, því hún miðast ávallt við klíku eða flokkshagsmuni. Yfir allan þennan ósóma og svívirðu er svo reynt að breiða ýmiskonar hræsnishjúp mannúðar eða umburðarlyndis til þess að blekkja til fvlgis við sig þá fáfróðu og vanþroskuðu meðal lýðsins. Þessi lýsing á ekki við neinn einstakan stjórnmálaflokk öðrurn fremur. Hún á við alla þá stjómmálaflokka, sem til þessa hafa starfað hér á landi, og hún á einnig við flesta stjórnmálaflokka annarra lýðræðisríkja í Evrópu, því hér eru að verki dulin alþjóðleg samsærissamtök, sem markvíst stefna að út- rýmingu kristindómsins og niðurbroti vest- rænnar menningar. Hefir þetta nokkuð verið rakið hér í ritinu áður og ekki er rúm til að endurtaka það hér nú. 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.