Dagrenning - 01.06.1953, Qupperneq 8

Dagrenning - 01.06.1953, Qupperneq 8
efnislega líf mannanna. Það eru aðeins orð og andi Guðs, sem skapa þau viðhorf og þá lifnaðarhætti meðal einstaklinganna, sem eru skilyrði fyrir fersku og þróttmiklu þjóðlífi og varanlegri þjóðarheill. Af þessum sökum hlýtur kristilegur stjórnmálaflokkur að líta á það sem höfuðtilgang sinn, að halda fram hinum kristnu grundvalíarsjónarmiðum í opinberu lífi og berj- ast fyrir því að þau fáist viðurkennd og framkvæmd. Með tilliti til þess, sem hér að framan er sagt, mundu megindrættir í stefnuskrá kristilegrar þjóðfylkingar verða á þessa leið: I. ÞJÓÐARSIÐGÆÐI: 1. Hátt siðgæði skapar þjóðardáð og þjóðarheill. Allt siðgæði byggir á myndugleik og reglum. Kristið siðgæði byggir á myndugleik og orði Guðs. Samkvæmt þessu mundi kristleg þjóðfylking vinna að því að skapa: a. Virðingu fyrir mannhelgi — almennum friðhelgum mannréttindum. b. Þjóðfélagsréttlæti — góðum fjárhagslegum og félagslegum kjörum öll- um til handa. c. Samfélagsábyrgð — löghlýðni, þjónslund, fórnarlund, dugnaður og samviskusemi við störf. d. Náunganskærleika — raunhæfa hjálp til þeirra, sem raunverulega eru hjálpar þurfi í þjóðfélaginu. 2. Flestir af örðugleikum nútímans eiga rætur að rekja til siðgæðis- • veilna, sljórrar ábyrgðartilfinningar, skattsvika, ósannsögli, minnkaðra vinnuafkasta, nautnasýki, drykkjuskapar og upplausnar fjölskyldulífsins. Sé siðgæðishrörnun þjóðlífsins stöðvuð og þjóðinni lyft á hærra stig í sið- gæðisefnum, fylgir þeirri breytingu andleg og efnaleg viðreisn. Það er þess vegna höfuðviðfangsefni raunhæfrar stjórnmálastarfsemi, að efla sið- gæði einstaklingsins. Skólar, útvarp og kvikmyndir eiga að þjóna þessu mark- miði. Öll starfsemi, sem beint eða óbeint stefnir að því að brjóta niður sið- gæði almennings og kristilegar siðferðishugmyndir, er hættuleg og henni ber að útrýma. II. STJÓRNARSKIPAN. Island er lýðveldi. 1. Forseti íslands skal kjörinn til fjögra ára í senn og varaforseti til sama tíma. Forseti skipar, án afskipta Alþingis, ríkisstjórn og fer hún með framkvæmdarvald í umboði og á ábyrgð forseta. 2. Alþingi fer með allt löggjafarvald. Ekki skal vera hægt að rjúfa AI- þingi né efna til aukakosninga. Allir alþingismenn hafi varamenn. Kosningar til Alþingis fari fram í fáum og stórum kjördæmum og vera hlutfallskosningar. Engin uppbótarþingsæti. 6 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.