Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 18
ekki frá afleiðingum þess, sem vér erum bú-
in að gera, segir sr. J. A. Helvíti er ekki refsi-
vist, heldur skólaganga og ber ekki að líta á
það sem kvalastað. Sumir höfðu, og það
ómaklega að dómi sr. J. A. hellt háði yfir
rnerka bók eftir W. Stead, er hann ritaði
ósjálfrátt fyrir áhrif merkiskonunnar Júlíu —
frá öðrum heimi — en þar segir: „Sæla
himnaríkis er í því fólgin að tærna helvíti."
Kristur er jafnan krossfestur á ný. Bæði hér
og annars heims líður hann þjáningar til þcss
að draga úr böli hinna vansælu. Það er í senn
sæla hans og sorg. Þá vitnar sr. J. A. í einn lið
postullegu trúarjátningarinnar, þar sem um
Jesúm Krist segir að hann steig niður til
Heljar. (Sbr. I. Péturs bréf um prédikun
Krists fyrir öndunum í varðhaldi).
6. Þá nefnir sr. J. A. apokatastasiskenn-
inguna, sem hann telur vera biblíulega og
nefnir máli sínu til stuðnings vers úr Postula-
sögunni, sömuleiðis I. Kor. Efes. og I. Tínr.
Telur hann að Klemens frá Alexandríu hafi
sett hana frarn um 200 e. Kr., en getur þess
líka að kirkjan hafi h’rirdæmt þessa kenn-
ingu sem villutrú og að hún hafi heldur ekki
hlotið náð fyrir augum Lúthers. Innihald
kenningarinnar er í stuttu rnáli að allir menn
verði hólpnir, ekkert helvíti sé algjört og eng-
in útskúfun eilíf. Þá telur hann að kenn-
inguna um eilífa glötun og hina ofangreindu
megi báðar rekja til Nýja Testamentisins.
Af þessum rökurn sarnan lögðum telur
hann að skylda hvíli á kristnum mönnum að
biðja fyrir framliðnum til að auðvelda þeim
lausnina úr hinni þungu og sáru skólagöngu
í helvíti. Hann álítur að samband sé milli
þessara atriða, bókstafs og anda, kenningar-
innar um helvíti og fyrirbænarskyldu fyrir
framliðnum.
ATHUGASEMDIR.
Ég hlustaði á ofangreindan fyrirlestur til
að kynnast skoðunum minna frjálslyndu
bræðra í kirkjunni og átti ekki von á nein-
um andlegum verðmætum, enda ekki við
slíku að búast, þar sem meginefnið var hel-
víti að fornu og nýju. Ég hef aldrei heyrt orð-
ið jafnoft notað í einum fyrirlestri eða einni
ræðu né heldur heyrt orðið notað til þcss að
gera ástandið þar fýsilegt. Ef það skyldi nú
vera skóli, þ>á ætti samt ekki að vera neitt
að óttast — og J>að Ijóta orðtæki, sem menn
nota, ætti hér eftir að hljóða: „Farðu í
skóla.“
Annars fer bezt á því að taka þær alvarlegu
hliðar á málinu á undan þeim skoplegu.
Apokatastasiskenningin er þess virði að
menn viti eitthvað urn hana. Sjálft orðið þýð-
ir endurreisn og er gríska. Ýmsar hugmynd-
ir urn endurreisn mannkynsins til hins upp-
runalega hreinleika og svndleysis og friðar
má finna í Gamla Testamentinu. En Jesús
sýndi mönnurn frarn á að þessi endurreisn
vrði ekki fyrr en Guðs ríki kæmi við endalok
aldanna. En hann gerir hvarvetna ráð fyrir
að endurreisnin nái til þcirra, sem trúa á
hann og þjóna honum, en ekki til þeirra,
sem standa gegn ríki hans. Lærisveinarnir
gerðu ráð fyrir því að um endurreisn ísraels-
ríkis væri að ræða, eins og sjá má af spum-
ingu þeirra í Postulasögunni, (1, 6) rétt fyrir
himnaför Jesú. Þeirri spurningu svaraði Jesús
ekki, en sýndi þeim síðar hvernig ríki hans
skyldi breiðast út rneðal allra þjóða áður en
hann kæmi aftur.
Þegar kristnin tók að breiðast út meðal
grískra menntamanna og heimsspekinga, fóru
þeir að móta ýmislegt eftir sínu höfði og
svara spurningum, sem Jesús svaraði aldrei.
T. d. var Jesús spurður: Herra, eru það fáir,
sem hólpnir verða? Og hann sagði við þá:
Kostið kapps um að komast inn um þröngu
dyrnar, því að margir, segi ég yður, munu
leitast við að komast inn og ekki geta (Lúk.
13, 24). Spurningunni er að vísu óbeint svar-
að annars staðar í Guðs orði: Mikill fjöldi,
16 DAGRENN I NG