Dagrenning - 01.06.1953, Síða 26
að úthella vfir þá heift rninni, allri rninni
brennandi reiði; því að fyrir eldi vandlæting-
ar rninnar skal allt landið verða eytt.“
En sami spámaður segir einnig, þegar þetta
allt er um garð gengið: „Já, þá mun ég gefa
þjóðunum nýjar hreinar varnir, svo að þær
ákalli allar nafn Jahve, þjóni honurn ein-
huga.“
Fjölda annarra dæma mætti nefna, en
þessi verða, rúmsins vegna, að nægja.
Undanfari hins nýja tírna og lokaþáttur
hins gamla er því, samkvæmt öllurn spádóm-
um, hinn ógurlegasti ófriður, sem nokkru
sinni hefir háður verið á jörðinni.
*
En það er ýmislegt, sem til marks skal hafa,
þegar tímabil endalokanna er kornið eða er
að nálgast. Eitt af því er það, að allur ísrael
skal hafa sameinast í „eina þjóð“ áður en
hinn nýi tími hefst, og það skal vera hans
nrikla hlutverk að byggja upp hið nýja ríki.
Annað er það, að Jerúsalem, höfuðborg
liins forna Ísraelsríkis, skal ekki lengur vera
„fótum troðin af heiðingjum", heldur skal
hún aftur vera kornin undir umráð ísraels-
manna.
Hið þriðja er, að „orð Jesú“ skal hafa verið
boðað öllum þjóðum jarðarinnar.
Hið fjórða er, að þetta skal ekki gerast fyrr
en „refsingartíminn" er á enda liðinn.
Er nú rétt að athuga hvert þessara atriða
fvrir sig.
Að því hafa í fyrri ritgerðum í bók þess-
ari verið færð nokkur rök, að ísraelsþjóðimar
eru nú fundnar aftur, þó þær hafi enn ekki
við það kannast sjálfar og muni ekki við það
kannast fyrr en síðar. Að líkindum ekki fyrr
en um 1948. ísraelsþjóðir nútímans em auk
Gyðinga, sem dreifðir eru um öll lönd og
álfur, Bretar, Bandaríkjamenn, Kanadabúar,
Ástralíubúar og Suður-Afríkubúar, þ. e. a. s.
þeir af þeim, sem eru af þeim þjóðstofnum,
sem hér eru taldir, en auk þeirra Norðmenn,
Svíar, Danir, íslendingar, Færeyingar, Hol-
lendingar og írar. Auk þess eru nokkrar þjóð-
ir talsvert blandaðar ísraelsmönnum, s. s.
Belgíumenn, Finnar, Baskar á Spáni og fleiri.
Einkennilegt er að veita því athygli, að
þetta eru einmitt þær þjóðir, sem í yfirstand-
andi ófriði berjast fyrir sörnu hugsjónum og
sama málstað og eru raunverulega allar sam-
herjar, því þó Svíþjóð sé hlutlaus, er það á
allra vitorði, að Svíar eru eindregið fylgjandi
lýðræðisríkjunum í ófriðnum og óska sigurs
þeirra. Sarna er um Danmörku, þó hún sé
hernumin af Þjóðverjum. Allir vita og, að
Finnar berjast nauðugir og eiga mikilla harma
að hefna á Rússum frá fyrri og síðari tímum.
Belgíumenn bíða milli vonar og ótta og þrá
sigur bandamanna af heilurn hug. Urn hug
íslendinga og Færeyinga þarf ekki að ræða,
og þó írar séu engir vinir frænda sinna á
Bretlandseyjum, munu þeir hafa sömu skoð-
anir og hinar smáþjóðirnar um það, hver
þeim mundu heppilegust endalok þessa
ófriðar.
Þó fleiri þjóðir en þessar berjist nú gegn
einræðisríkjum fasismans, er ekki um það
deilt né deilanlegt, að það eru hinar engil-
saxnesku og norrænu þjóðir, sem einar svo
að kalla berjast þeirri baráttu vegna frelsis og
lýðræðis. Að þessu verður nánar vikið síðar.
Það táknið, að ísraelslýður allur væri aftur
fundinn, er því nú fram komið. Svo hefir
ekki verið í neinum ófriði til þessa. Það hef-
ir og gerzt, að ísraelsþjóðimar hafa því sem
næst allar sameinast til átakanna og þeim
þeirra, sem enn eru ekki þátttakendur í
ófriðnum með lýðræðisþjóðunum, hefir tek-
izt til þessa að halda sér hlutlausum, jafnvel
þó þær væru hemumdar (s. s. Danir) og um
hug þeirra er vitað, eins og áður er sagt.
En þó ísrael hafi allur sameinazt til átak-
24 DAGRENN I NG