Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 29
fullu liðinn hjá Efraims-ættkvíslunum, kom- um vér að árunum 1795—1846. Er það eftir- tektanrert að það er á þessu árabili, sem Brezka heimsveldið tekur að myndast og efl- ast, og sama er um Bandaríkin. Tæplega verður talið að þau séu orðin samstæð og sjálfstæð ríkisheild fyrr en um aldamótin 1800, er þeim auðnast að afstýra yfirvofandi ófriði við Frakka. Mátti búast við að sá ófrið- ur gæti leitt til þess, að Bretar og Frakkar skiptu með sér hinu nýja ríki. Árið 1846, þ. e. síðasta árið í „refsitíma“ þessara þjóða, er þó merkilegast fyrir bæði hin engilsaxnesku stórveldi, Bretland og Bandaríkin. Það ár er það, sem landamærin eru ákveðin milli Kanada og Bandaríkjanna, og þar með allar deilur við Englendinga jafnaðar, og það ár er það, sem Bandaríkin hófu ófrið þann við Mexiko, sem endaði 1848 með því að þau leggja undir sig Nýju Mexiko, Arisona, Texas og Kaliforníu og koma til fulls því skipulagi á Bandaríkin, sem síðan hefir haldizt. Allir vita hver uppgangur þessara engilsax- nesku þjóða hefir verið síðan og að nú eru Bandaríkin trdmælalaust öflugasta stórveldi heimsins, frá hvaða sjónarmiði sem litið er á það. Ekki er saga Norðurlanda ómerkari með tilliti til þessa tímabils. Fyrir 1795 eiga Norð- urlönd í sífelldum innbyrðis ófriði og auk þess í ófriði við aðrar þjóðir. Noregur er þá skattland Danmerkur og þjóðin ánauðug. Eftir 1801 tekur að rofa til og 17. maí 1814 verður Noregur sjálfstætt ríki og setur sér hina frjálslyndustu stjórnarskrá, sem þá fóm sögur af í veröldinni. Vegur Norðurlanda sem menningarþjóða fer sívaxandi frá þeim tíma, og síðan 1846 hefir aldrei orðið ófriður eða misklíð þeirra í milli, sem ekki hefir jafnazt á friðsamlegan hátt, en vináttu- og bræðraböndin hafa styrkzt með hverju árinu, sem liðið hefir. Þau voru í raun og veru orðin einskonar sambandsríki nú, er þessi ófriður hófst. Sam- bandsríki, sem að vísu átti engin skráð sam- bandslög, en hin óskráðu lög ætternis og bræðralags voru ráðandi í viðskiptum þeirra á öllum sviðum. (Nú hafa þau myndað með sér föst sam- tök — Norðurlandaráðið. J. G.) Ef vér því lítum á sögu Efraims-þjóðanna, þ. e. allra annarra þjóða af ísraelsstofni en Gyðinga og íslendinga (en íslendingar eiga að vera Benjamínsættkvísl ísraels) er greini- legt, að „lausnarár“ þessara þjóða eru á tíma- bilinu frá því laust fyrir 1800 og fram undir 1850. Síðan hefir vegur þeirra farið sívaxandi á öllum sviðum. Þær hafa bætt hver aðra upp og lært hver af annarri, en sama bandið hefir tengt þær allar saman, þ. e. trúin á frels- ið og réttlætið sem undirstöðu þjóðfélaganna og skilyrði fyrir velferð þegnanna. Og nú berjast þær allar fyrir því, að þessi grund- völlur þjóðlífs þeirra verði ekki brotinn. * En í ísraelsþjóðahópnum eru tvær þjóðir, sem „refsingatíminn“ hófst síðar hjá. Þær þjóðir eru Gyðingar — Júdaættkvísl — og íslendingar — Benjamínsættkvísl. Þeirra „refsingatími“ hófst með flutningi þessara ættkvísla frá Júdaríki til Babylonar árin 605—580 f. Kr. Sé hér beitt sömu reikn- ingsaðferðinni og við hinar ísraelsjijóðimar og 2520 ár talin frá 603 f. Kr., verður ártalið 1918 upphafsártalið í lokaþætti „refsingatím- ans“ hjá þessum þjóðum, en árið 1941 síðasta ár „refsingatímans“ alls. Ég hefi áður í bók- inni „Spádómarnir um ísland“ skýrt þetta atriði nákvæmlega og læt því nægja hér að vísa til þess. Þar sem allar ættkvíslir ísraels eru í raun og veru ein heild, þó þær séu nú aðgreindar í margar, misjafnlega stórar þjóð- ir, hlaut svo að verða, að þær yrðu allar á DAGRENhlHSG 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.