Dagrenning - 01.06.1953, Síða 30

Dagrenning - 01.06.1953, Síða 30
einhvern hátt að bera byrðarnar saman þar til „refsingatímanum“ væri lokið hjá þeim öll- um. Svo hefir þetta og reynzt, því Bretland og að nokkru leyti Bandaríkin urðu að færa allmiklar fómir vegna yfirstandandi styrjald- ar, sem er lokaþáttur hins „gamla tímabils" í sögu mannkynsins hér á jörðinni. Því til enn frekari sönnunar, að hér sé um réttan útreikning að ræða á þessum spádóm- um Biblíunnar, er rétt að geta þess, að mæl- ingum í Pýramidanum mikla í Eg}'ptalandi, sem fræðimenn í þessurn efnum telja að sé Biblían „í steini“, ber í öllu sarnan við þetta. Þær eru aðeins að því leyti fullkomnari en frásagnirnar í Biblíunni, að þar er svo að kalla hægt að reikna það út upp á mánuð, viku eða jafnvel dag, hvenær atburðirnir, sem aldaskiptunum valda, eiga að gerast. Þar er sýnt, að allar þjóðir heimsins, aðrar en Israelsþjóðirnar og þær, sem í bandalagi við þær eru, eða verndaðar af þeirn, eiga í stórkostlegum og margþættum örðugleikum frá því í júní 19^4 og þar til í júní 1941. Þá eru þær staddar í hinum mikla „niðanjarð- arsal“ Pýramidans. En í júní 1941 verður sú breyting á, að þær þrengjast út í rnjóan gang, sem endar við sjálft bergið og engar útgöngudyr eru á. Á sama tíma, sem þessar þjóðir hverfa út í þennan þrönga gang, eru ísraelsþjóðirnar af fara meðfram hinni opnu kistu í „konungssalnum“ í Pýramidanum, og markar endi hennar sarna tímabil hjá þeim og byrjun blinda lokagangsins markar hjá hinum þjóðunum, sem sé júní 1941. Ég hefi nú sýnt fram á það í ritgerðinni hér að framan, „25. janúar 1941“, hvernig stríðið, sem nú geisar, tók gerbreytingu á tímabilinu frá 25. janúar 1941 til 22. júní sama ár. Er merkilegt að veita þessu athvgli, því um það gat vitanlega engin mannleg vitsmunavera sagt né spáð „af sjálfri sér“ eða fært nokkrar líkur fyrir, mörgum árum áður en núverandi ófriður hófst, að þessir dagar eða þetta tímabil yrði að nokkru leyti merk- ara en önnur tímabil og aðrir dagar næsta ófriðar. En útreikninga þessa höfum vér skráða rneira en 5 árum fyrir núverandi ófrið og alla byggða á spádómum Biblíunnar og mælingum Pýramidans mikla. Urn það verð- ur því ekki villzt, að rnilli atburðanna, sem nú eru að gerast, og þeirra spádóma og út- reikninga, sem hér hefir verið drepið á, er eitthvert dularfullt samband, hvemig svo sem því kann að vera varið. Eins og nú hefir verið sýnt frarn á, eru nú fram komin flest þau „tákn“, sem birtast áttu áður en hin síðasta úrslitaorusta yrði háð, er marka skyldi endalok hins garnla tíma og upphaf hins nýja. „Rcfsingatími" allra ísraelsþjóðanna er á enda. Sameining þeirra stendur nú yfir. Höfuðborg ættstofns- ins, Jerúsalem, er ekki lengur „fóturn troðin af heiðingjum", „orð Krists“ liefir verið boð- að öllum þjóðurn jarðar og nú stendur yfir hér á jörð allra stórkostlegasti ófriður, sem nokkru sinni hafa farið sögur af í veröld vorri. Heimsstyrjöldin 1914—1918 var aðeins lítill forleikur að þeim hildarleik, sem nú geisar, og á eftir að standa yfir í rnörg ár enn, eins og síðar mun getið verða. Þessar staðreyndir ættu menn að leggja sér vel á hjarta, því þær tala sínu ótvíræða máli til alls hins þjáða mannkvns. Enginn, sem nokkurn trúnað leggur á þessa hluti, getur því efast um, að nú stendur vfir það „tímabil endalokanna“, sem Daníel spá- maður, Jesaja spámaður, Jesús Kristur og flestir aðrir merkustu spámenn ísraelsþjóð- arinnar hafa sagt fyrir að koma mundi. Þeir, sem ná að lifa fram yfir 1953, munu verða vottar að merkilegri atburðum en nokk- ur kynslóð, sem Jifað hefii á undan þeim. 28 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.