Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 33

Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 33
kvæðið hefir verið tekið, framhaldið er allt á valdi lesenda Intelligence Diget’s. HÆTTA Á RANGRI FRAMKOMU GAGNVART RÚSSUM. Allir ábyrgir ræðumenn lögðu áherzlu á, að það væri ljóst af hundruðum dæma, að almenningur í Rússlandi vildi hrista af sér núverandi harðstjóm, en ef útlendingar réðust á land þeirra í því augnamiði að út- tyma þjóðinni mundu þeir verja land sitt til síðasta blóðdropa, þrátt fyrir hatur sitt á stjórnendunum í Kreml. Erich von Walelburg zu Zeil, prins, sem gat ekki sótt ráðstefnuna, sendi mjög þýð- ingarmikið plagg, byggt á hinni víðtæku reynzlu hans á rússnesku vígstöðvunum í síðustu heimsstyrjöld. Hann lagði áherzlu á það, og bað okkur að minnast þess, að ef við létum reka á reiðanum, þangað til stríðs- æsingamar væru komnar í algleyming, mundum við mæta sameinuðu, voldugu Rússlandi, sem mundi berjast unz yfir lyki. ÞÝÐINGARMIKIL AÐGREINING. Ef við, aftur á móti, lvsum yfir fjandskap við stjórenduma í Kreml eina, en látum í ljós vináttu við hina rússnesku alþýðu, munu milljónir Rússa berjast með okkur, en ekki á móti. Og það, sem meira er, ef við rækjum öfluga pólitík sálfræðilegs herðn- aðar í líki stórra hugsjóna nú, væri hægt að komast hjá stríði. Allir sérfræðingar um þessi efni fullyrða, að þetta sé ekki einungis fræðilegur mögu- leiki. Viðburðir síðustu fimmtán ára hafa þegar sannað fjandskap rússneskrar alþýðu við stjómina, og ekki einungis fjandskap al- þýðunnar, heldur einnig margra af leiðtog- unum. Frá hinum miklu réttarhöldum 1930 til þeirra miklu flokksátaka, sem nú em að fara fram innan rússnesku landamæranna, finnast mýmörg sannfærandi dæmi. Það er heimskulegt af okkur að styrkja stjórnina með tilraunum til samkomulags, en hirða ekki um hjálpina, sem alþýðan býður okkur með útréttri hendinni til Vest- urveldanna. Hvers vegna fyrirlítum við slíka hjálp? Það er vegna þess, að það eru of margir vinir sóvietstjórnarinnar í hinu stjórnmála- lega lífi okkar, meðal blaðamanna 0. s. frv. EINBEITTIR - EKKI TILSLÖKUN. Lausnin á öllum erfiðleikum okkar blasir við okkur. Það er óhæfa að láta reka á reið- anum, eins og verið hefir. Stefna okkar á að vera ákveðin og algjör. Við eigum að vera einbeittir, en ekki tilslökunarsamir. Við eigum að vera djarfir í framkvæmd, en ekki skríða í felur bak við einhvem Kínamúr eða Maginotlínu. Ófarir bíða þess, sem situr auðum hönd- um bak við vamarvirki. Núverandi stefna okkar leiðir beint til ófara. En það er ekki of seint að snúa við. ÚTDRÆTTIR ÚR RÆÐUM RÁÐSTEFNUNNAR. Verið er að gera útdrætti úr sumum fyr- irlestrunum, sem fluttir voru á ráðstefn- unni. Það hefur revnzt ógerningur að end- urprenta þá á okkar eigin vélar og hefir því orðið að koma þeim í aðra prentsmiðju. Það getur því orðið ofurlítill dráttur á því að þeir verði tilbúnir. Þó að flestir fyrirlestramir, sem fluttir voru á ráðstefnunni, séu of langir til að birta þá í þessu blaði, er hægt að birta eina stutta ræðu hér. Fyrst íhaldsblöðin í Ameríku og í Bretlandi kjósa heldur að fylla dálka sína með glæpasögum og öðru þvílíku góðgæti, en að skýra frá þessari athyglisverðu ráð- stefnu, verðum við að ljá henni rúm. DAGRENN I NG 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.