Dagrenning - 01.06.1953, Síða 39

Dagrenning - 01.06.1953, Síða 39
þeim hætti að Bevan beygði sig í bili, en heldur þó stöðugt áfram hinni nýkommún- istisku starfsemi sinni. Næst gerðist það, að Eden utanríkisráðherra fór til Júgoslaviu í boði Titos og „sannfærðist“ um friðan'ilja Titos og vinsamlega afstöðu hans til vest- rænna þjóða. Hann bauð svo Tito heim til Bretlands til þess að endurgjalda lieimboðið og tryggja „náari samvinnu" Breta og Júgo- slava í framtíðinni. En einmitt um þetta leyti deyr Stalin og samherjar Titos í Moskva taka við stjómar- taumunum og fá tækifæri til að breyta urn stefnu. Enginn skyldi halda að sú stefnubreyting sé annað en blekkingin einber. En hún hefir ákveðinn, augljósan tilgang. Sá tilgangur er að spilla sambúð Breta og Bandaríkjamanna og eyðileggja þar með hið nýja bandalag vestrænna og norrænna þjóða — Atlantshafs- bandalagið, en það eru einu samtökin í ver- öld vorri sem Rússum, og kommúnistum um heim allan, stendur ógn af. Hinir lævísu foringjar kommúnista sáu réttilega, að meðan Winston Churchills naut við og afstaða hans var óbreytt til Banda- ríkjanna var barátta þeirra til að sundra Atlantshafsbandalaginu vonlaus. Tækist hins vegar að vinna þennan aldna stríðsmann til fylgis við einhverja millistefnu var strax nokkuð unnið. Föi Titos marskálks var því farin til þess að gera úrslitatilraun til að vinna Churchill til fyigis við millistefnu, sem gæti orðið upp- hafið að sundurlyndi milli Atlatshafsþjóð- anna, séistaklega Bretlands og Bandarík/anna. Ekki verður annað séð en þetta hafi tekizt. Churchill hefir nú tekið að sér það hlutverk að reyna að „miðla málum' milli austurs og vesturs, reyna að gerast sáttasemjari milli Rússa og Bandaríkjamanna. Til þessa starfs nýtur hann stuðnings Bevans og raunar alls Alþýðuflokksins brezka, sem er gegnsýktur af nýkommúnisma og fullur haturs og minni- máttarkenndar í garð Bandaríkjanna. Tito var tæpast farinn frá Bretlandi fyrr en Churchill hélt ræðu sína um fund með helstu leiðtogum Rússa og Vesturveldanna til þess, eins og hann sagði, að „ræða í innsta hring ágreiningsmálin í heild.“ Heimspressan tók þessari tillögu Churshills opnum örmum og smáþjóðirnar, sem allar þjást af stríðshræðslu, hrópuðu í einum kór: — Fylgjum Churchill! í þeim hópi voru Norðurlöndin öll. Meðan þessu fer fram brosa Rússar í kapinn. Þótt Jæim e. t. v. takist ekki að sundra hinum vestrænu þjóðum, hafa þeir þó nú þegar unnið það á, að fremsti og mest virti stjórnmálamaður Atlantshafsbandalags- ins, Winston Churchill, hefir tekið afstöðu, sem Rússum er hentug og skapar velvilja í þeirra garð, a. m. k. í bili, í Bretlandi. Eisenhower Bandaríkjaforseti sá þegar hættuna, sem leiðir af hinni nýju afstöðu Bretlands. Hann tók þess vegna fyrst af um nokkurn fjórveldafund nema Rússar sýndu fyrst í verki hvað fyrir þeim vekti. En Chur- chill hélt áfram að tala máli „friðarins“ og þótt hann vildi í engu styggja Eisenhower né Bandaríkjamenn , gerðust þó brátt deil- ur með fyrirsvarsmönnum Alþýðuflokksins brezka og áhrifamönnum í Bandaríkjunum. Þessar hættulegu deilur kvað Eisenhower niður í bili með því að boða til ráðstefnu Breta, Bandaríkjamanna og Frakka til þess að reyna að samræma sjónarmið þeirra áður en fjórveldafundur yrði haldinn. Sú ráðstefna verður á Bermudaeyjum 29. júní. Winston Churchill, hin mikla stríðshetja Breta úr tveim heimsstyrjöldum, stendur sennilega nú í hættulegustu og örlagaríkustu sporum hinnar löngu æfi sinnar. Aðstaða hans nú er hreint ekki ósvipuð aðstöðu Chamberlains forsætisráðherra Breta í byrj- un síðari heimsstyrjaldarinnar. DAGRENN I NG 37

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.