Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.06.1953, Blaðsíða 40
Chamberlain hafði þcá það hlutverk að beita sér fyrir „friði“ og flaug milli Bretlands oð Þýzkalands á hverja ráðstefnuna af ann- arri til þess að reyna að koma í veg fyrir að styrjöldin brj'tist út. Churchill var þá svo raunsær að hann sá hvert stefndi — þótt flest- ir aðrir væru blindir. En sér hann það jafn- vel nú? í símskeyti frá Rómaborg sunnudaginn 31. maí s. 1. segir að það sé almennt álit manna, sem vel fvlgjast með í stjórnmálum að tjaldabaki, að höfuðtilgangur Rússa með „stefnubreytingu" sinni sé enginn annar en sá, að sundra hinum vestrænu þjóðum — koma Atlatntshafsbandalaginu á kné. \;erða það nú endalok Churchills sem stjórnmálamanns, að hafa forustu um að brjóta niður varnir hinna vestrænu þjóða og opna Vesturlönd fyrir nýkommúnisma Titos konnnúnistaleiðtoga í Júgoslaviu? Þrýtur liann í ellinni það raunsæi sem ávallt hefir fylgt honum? Þetta eru þær spurningar, sem margir velta nú fyrir sér. Ef forustulið kommúnista er alheims- samsærisglæpalýður eins og menn á Vestur- löndum almennt trúa nú orðið, hvað þýðir þá að semja við þá eða ræða um breytt viðhorf? Allt mun verða svikið og árásirnar hafnar þegar glæpalýðurinn telur sig liafa komið ár sinni nógu vel fyrir borð. Eisen- hower Bandaríkjaforseti skilur þetta allra manna bezt, og það verður nú hans raunsæi sem bjargar — ef það þá tekst. ❖ Einu atriði enn er nauðsynlegt að gefa gaum að í þessu sambandi og raunar vert að hafa í huga ávallt þegar rætt er um sambúð vestrænna þjóða, en það er hinn djúptæki ágreiningur sem er rnilli Breta og Bandaríkja- manna í 'svokölluðum nýlendumálum og hin óheppilegu afskipti Bandaríkjanna af málefn- um Breta og ýmsra samveldislanda þeirra og nýlendna. Það er öllum vitanlegt að Bretar eiga mjög örðugt með að sætta sig við þessi afskipti sem oft hafa verið svo vanhugsuð og óheppileg af hálfu Bandaríkjanna að furðu gegnir. Alkunn eru afskipti þeirra af málum Indlands og að engir áttu meiri hlut að því en Bandaríkjamenn að Indland sagði skilið við Bretland með þeim liætti sem það varð og skiptist í tvö fjandsamleg ríki — Indland og Pakistan. — Bretar hafa aldrei getað fyrir- gefið Bandaríkjunum þessi afskipti, þótt þeir flíki því sjaldan. Bretar hugsuðu sér lausn þess rnáls á allt annan veg sem of langt yrði að rekja hér. Þá hafa og afskipti Banda- ríkjanna af deilu Breta og Persa ekki orðið sem heppilegust og sama er að segja um af- skipti þeirra nú af Súesdeilunni við Egvpta. Þennan viðkvæma streng reyna fjandmenn vestrænna samtaka að styðja á þegar þeim þykir mikið liggja við, og greinilegt er, að rússneskir kommúnistar reyna að notfæra sér þessa glufu eins og aðrar, sem finnanlegar eru á sambúð vestrænna þjóða. FERÐALAG TIL TUNGLSINS ÁRIÐ 1970 Árið 1970 — ef ekki fvrr — geta menn far- ið í ferðalag til tungslins. Farartækið verður geimskip. Fyrir næstu aldamót verður það algengt að menn bregði sér í smáferðalag til ýmissra stjama, jafnvel þeirra, sem nú sjást aðeins óljóst í sterkustu stjörnukíkjum frá jörðinni. Þetta fullyrðir brezki vísindamaðurinn Arthur C. Clarke í grein, sem hann hefir ritað fyrir tímaritið „Impact of Science on Society“. Tímarit þetta er gefið út af vísinda og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, (UNESCO). Clarke er formaður himinhvolfsrannsókn- arfélagsins brezka og er í miklum metum sem vísindamaður. Hann hefir óbifandi trú á, að áður en langt líður muni rnenn geta 38 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.